Hamborgari með trylltu béarnaise-mæjó

Djúsí borgari með bernaise mæjó er alveg geggjað.
Djúsí borgari með bernaise mæjó er alveg geggjað. mbl.is/Colourbox

Þessi upp­skrift er fyr­ir alla bé­arnaise-aðdá­end­ur þarna úti. Ham­borg­ari með stór­kost­legu bé­arnaise-mæj­ónesi mun vekja ómælda lukku við mat­ar­borðið.

Hamborgari með trylltu béarnaise-mæjó

Vista Prenta

Ham­borg­ari með trylltu bé­arnaise-mæjó

  • 1 egg
  • salt
  • ½ tsk. epla­e­dik, eða hvít­vín­se­dik
  • 1 tsk. sætt sinn­ep, má einnig nota dijons­inn­ep
  • 2 dl bragðgóð olía
  • 2-3 fersk­ir estragonstilk­ar
  • 1½ tsk. bé­arnaise-es­sens
  • ½ tsk. sítr­ónusafi

Annað

  • 4 ham­borg­ar­ar
  • 4 ham­borg­ara­brauð
  • sal­at, gúrka, paprika eða annað sem hug­ur­inn girn­ist

Aðferð:

  1. Kryddið ham­borg­ar­ana eft­ir smekk og setjið á grillið. Steik­ing­ar­tím­inn fer eft­ir stærð ham­borg­ar­ans.
  2. Bé­arnaise-mæjó:
  3. Brjótið eggið í skál og passið að rauðan hald­ist heil.
  4. Saltið og bætið því næst ed­iki og sinn­epi út á. Hellið svo ol­í­unni var­lega sam­an við án þess að rauðan rofni.
  5. Hrærið allt sam­an með töfra­sprota í nokkr­ar sek­únd­ur og hreyfið sprot­ann upp og niður þar til maj­ónesið verður þykkt og gott.
  6. Saxið estragon og setjið út í maj­ónesið ásamt es­sens­in­um og sítr­ónusaf­an­um.
  7. Hrærið allt sam­an og smakkið mæj­ónesið til.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert