Smáréttur upp á tíu

Smáréttur af bestu gerð. Notaðu hugmyndaflugið og skreyttu með því …
Smáréttur af bestu gerð. Notaðu hugmyndaflugið og skreyttu með því sem bragðlaukarnir kalla á hverju sinni. mbl.is/Colourbox

Hér er smá­rétt­ur sem þú get­ur notað sem for­rétt, sem meðlæti eða borið fram með freyðivíns­glasi á pall­in­um í sum­ar. Litl­ar brú­sett­ur með ricottakremi og fíkj­um – eða smá­rétt­ur sem skor­ar fullt hús stiga.

Smáréttur upp á tíu

Vista Prenta

Smá­rétt­ur upp á tíu

  • 1 gróft snittu­brauð
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 stórt hvít­lauksrif
  • 3 fersk­ar fíkj­ur

Ricottakrem

  • 100 g ricotta
  • ½ tsk flögu­salt
  • 2 tsk. ólífu­olía

Annað

  • 2 tsk. fljót­andi hun­ang
  • 4 timían­grein­ar

Aðferð:

  1. Skerið snittu­brauðið í 12 pen­ar sneiðar og penslið með ólífu­olíu.
  2. Steikið brauðið báðum meg­in á heitri pönnu þar til gyllt og stökkt.
  3. Skerið hvít­lauk­inn til helm­inga og nuddið brauðið með hvít­laukn­um.
  4. Ricottakrem: Hrærið ricotta sam­an við salt og ólífu­olíu þar til verður að kremi.
  5. Skerið fíkj­urn­ar í fjóra hluta og smyrjið ricottakremi á hverja brauðskífu. Leggið fíkju ofan á hverja brauðsneið og dreypið hun­angi yfir.
  6. Berið fram með fersku timí­an og kryddið jafn­vel með salti ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert