Þetta gerist ef þú hættir að borða kjöt

mbl.is/Colourbox

Ertu að hugsa um að ger­ast græn­met­isæta – eða ertu það kannski nú þegar? Það eru alltaf fleiri og fleiri sem halda kjöt­lausa daga í hverri viku. Hér ber að líta á nokkra af þeim kost­um sem kjöt­laus lífs­stíll hef­ur upp á að bjóða.

Þú miss­ir nokk­ur kíló
Græn­met­is­fæða inni­held­ur oft­ast færri kal­orí­ur, og sam­kvæmt banda­rískri rann­sókn miss­ir fólk alla jafna um fimm kíló er það breyt­ir um mataræði. Mataræði sem inni­held­ur færri kal­orí­ur minnk­ar einnig áhætt­una á syk­ur­sýki-2.

Blóðþrýst­ing­ur­inn lækk­ar
Kó­lestrólið lækk­ar tölu­vert þegar þú slepp­ir feit­um kjöt­bit­um á mat­seðlin­um. Jap­an­ir báru sam­an niður­stöður í rann­sókn hjá þeim sem borða kjöt og hjá græn­met­isæt­um, þar sem blóðþrýst­ing­ur­inn lækkaði til muna með græn­um lífs­stíl.

Þarma­flór­an verður betri
Græn­meti gef­ur góðar þarma­bakt­erí­ur og þeir sem aðhyll­ast grænt fæði fram­leiða mun meira af slík­um sem rétta melt­ing­una af.

Þú minnk­ar lík­urn­ar á krabba­meini
Með því að minnka kjöt­neyslu niður í 500 g á viku (á rauðu kjöti), þá minnk­ar þú strax lík­ur á að fá þarma- og endaþarmskrabba­mein.

Græn­met­is­fæði er bólgu­eyðandi
Græn­met­isæt­ur glíma oft og tíðum við minni bólgu­sjúk­dóma í lík­am­an­um vegna þess að sum­ar kjötvör­ur auka lík­ur á bólg­um í kroppn­um. Bólgu­eyðandi mat­ur sem þú sérð oft á diskn­um hjá græn­met­isæt­um, eru til að mynda ávext­ir og hnet­ur.

Heim­ild:Coop Ana­lyse, Nature, Geor­ge Washingt­on School of Medic­ine, Jama In­ternal Medic­ine, City Uni­versity of New York

Girnilegur nammibar!
Girni­leg­ur nammi­b­ar! mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert