Stórkostleg eggjakaka sem fullkomnar daginn

Eggjakaka sem færir bragðlaukana á spænskar slóðir.
Eggjakaka sem færir bragðlaukana á spænskar slóðir. mbl.is/Winnie Methmann

Þar sem all­ar sam­göng­ur liggja niðri til Spán­ar eins og er, er al­veg eins gott að færa bragðlauk­un­um bita af því hvernig ekta spænsk eggjakaka bragðast – með chorizo og bökuðum paprik­um.

Stórkostleg eggjakaka sem fullkomnar daginn

Vista Prenta

Stór­kost­leg eggjakaka (fyr­ir 4)

  • 6 egg
  • 1 dl mjólk
  • Salt og pip­ar
  • 100 g fersk­ur geita­ost­ur

Fyll­ing

  • 3 rauðar paprik­ur
  • 200 g þurrkað chorizo
  • 1 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar

Annað

  • Heil­hveitisnittu­brauð
  • Hand­fylli fersk stein­selja

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C.
  2. Skerið paprik­urn­ar til helm­inga og fjar­lægið kjarn­ann úr þeim. Skerið þær svo í grófa bita og leggið í eld­fast mót. Skerið chorizo í 1 cm þykk­ar skíf­ur og dreifið í eld­fasta mótið. Dreypið ólífu­olíu yfir og kryddið með salti og pip­ar – veltið upp úr ol­í­unni.
  3. Setjið fatið inn í ofn í 20 mín­út­ur þar til paprik­an er orðin mjúk og chorizoið er létt­stökkt.
  4. Pískið egg, mjólk, salt og pip­ar sam­an í skál og hellið yfir í eld­fasta mótið.
  5. Skerið geita­ost­inn niður og dreifið yfir eggja­blönd­una. Bakið áfram í 30 mín­út­ur þar til egg­in hafa tekið sig.
  6. Berið fram með grófu brauði og stein­selju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert