Allt sem þú þarft að vita um kartöflur

Nýuppteknar kartöflur eru þær allra bestu.
Nýuppteknar kartöflur eru þær allra bestu. mbl.is/Colourbox

Nýj­ar kart­öf­ur eru ómót­stæðileg­ar á mat­ar­borðið. En hver eru leynitrix­in varðandi eld­un og hversu mikið magn reikn­ast á hvern í fjöl­skyld­unni? Fáðu svör­in og meira til hér fyr­ir neðan.

Svona sýður þú nýj­ar kart­öfl­ur
Það er alls ekki allra að sjóða kart­öfl­ur á full­kom­inn hátt. En allra besta leynitrixið er að byrja á því að nudda aðeins kart­öfl­urn­ar upp úr köldu vatni. Settu þær svo í pott og helltu vatni yfir þannig að það hylji kart­öfl­urn­ar. Saltaðu vatnið og settu jafn­vel eina til tvær dill­grein­ar út í til að full­komna bragðið.

Settu lok á pott­inn á meðan vatnið sýður og taktu af og til froðuna frá sem mynd­ast í vatn­inu. Lækkaðu niður í hit­an­um þegar suðan er kom­in upp og láttu malla áfram í 5-6 mín­út­ur. Slökktu þá und­ir og láttu standa í vatn­inu í 5-7 mín­út­ur áður en þú hell­ir vatn­inu af.

Hversu mikið af kart­öfl­um reikn­ast á hvern gest?
Þú mátt gera ráð fyr­ir 300 g af kart­öfl­um á hvern mat­ar­gest.

Hvenær er upp­skera á nýj­um kart­öfl­um?
Fyrstu nýju kart­öfl­urn­ar eru tekn­ar upp úr jörðu um miðjan maí­mánuð.

Hver er end­ing­ar­tím­inn á nýj­um kart­öfl­um?
Í raun er tím­inn ekki svo lang­ur, því strax eft­ir nokkra daga get­ur þú fundið að þær byrja að verða mjúk­ar. Best er að geyma þær á dimm­um og rök­um stað – ís­skáp­ur­inn er þó ekki besti kost­ur­inn.

Hvernig vit­um hvort kart­öfl­urn­ar séu nýj­ar?
Þú átt að geta nuddað skræl­inn af kart­öfl­un­um af með fingr­un­um og þær ættu að vera safa­rík­ar að inn­an.

Hversu holl­ar eru kart­öfl­ur?
Kart­öfl­ur inni­halda mörg víta­mín og eru rík­ar af C-víta­mín­um og steinefn­um. Þar fyr­ir utan metta kart­öfl­ur mag­ann vel.

Má borða kart­öflu­skræl­inn?
Já, í raun er al­gjör synd að skræla kart­öfl­ur, því bragðið ligg­ur allt í skræln­um. Og í raun áttu að borða skræl­inn til að fá öll þau góðu víta­mín og steinefni sem kart­öfl­urn­ar inni­halda.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert