Staðir sem þú átt að þrífa vikulega í eldhúsinu

Ótrúlega fallegt og stílhreint eldhús þar sem svartur og hvítur …
Ótrúlega fallegt og stílhreint eldhús þar sem svartur og hvítur marmari kallast á. Ljósmynd/Fiona Lynch

Hér er tékklisti yfir þá mikilvægu staði sem þú verður að þrífa í eldhúsinu í hverri viku og mánuði. Því það er best að hafa góða rútínu á þrifunum til að enda ekki með illa lyktandi rými.

VIKUÞRIFIN:
Gólfið skaltu þrífa í það minnsta einu sinni í viku með volgu vatni og helst litlum eða engum hreinsiefnum.

Ísskápurinn er staðurinn sem oft og tíðum gleymist. Farðu yfir hvaða matvörur eru útrunnar. Því þegar ísskápurinn byrjar að lykta er voðinn vís. En edikblanda í tusku ætti að koma þér langt áfram.

Ruslatunnan getur lyktað illa jafnvel þó að pokinn í tunnunni sé tómur. Ef ruslaskápurinn er farinn að lykta undarlega skaltu þrífa hann vel og jafnvel bleyta upp í gömlu brauði með ediki og leggja í ruslafötuna. Láttu standa yfir nótt og þá ætti lyktin að hverfa.

Ekki gleyma sigtinu í uppþvottavélinni. Þú vilt alls ekki vera að þvo leirtauið þitt upp úr gömlum matarleifum.

Glerið á ofninum færðu skínandi hreint með sulfo og vatni. Eins gerir tannkrem kraftaverk.

Eldhúsvaskurinn myndi einnig þakka þér fyrir smá þvott  með sulfo og vatni. Ekkert er ógirnilegra en skítugur vaskur – sérstaklega ef þú ert vanur/vön að vaska upp í höndunum.

MÁNAÐARLEGA:
Bakaro
fninn þarf að þrífa vandlega að innan og bökunarplöturnar þurfa líka að vera hreinar. Annars er hætta á að fita og matarleifar sitji sem fastast og erfitt verður að losa um.
Smyrjið ofninn með brúnsápu og stillið hann á 100°. Slökkvið undir þegar sápan byrjar að „búbla“. Þrífið með vatni þegar ofninn hefur kólnað og þurrkið yfir með hreinum klút. Sama má gera við bökunarplöturnar og grindina. Smyrjið vel með brúnsápu og pakkið inn í plastfilmu — látið standa í 30 mínútur. Notið svamp til að nudda fastbrenndar matarleifarnar bak og burt.

Uppþvottavélina skaltu þrífa með tilheyrandi hreinsiefnum sem fást í næsta stórmarkaði. Það er nauðsynlegt að láta vélina keyra tóma með sterkari efnum sem hreinsa vélina vel að innan.

Ísskápurinn er geymslustaður fyrir bakteríur og því mikilvægt að þrífa hann í hvert skipti sem þú uppgötvar matarleifar liggjandi þar inni. Þrífðu skúffur og hillur vandlega með sápuvatni í það minnsta einu sinni í mánuði.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka