Fræga fólkið í andnauð yfir kálrækt Oprah Winfrey

Fyrrverandi þáttastjórnandinn Oprah Winfrey er heldur betur að rækta garðinn …
Fyrrverandi þáttastjórnandinn Oprah Winfrey er heldur betur að rækta garðinn sinn. mbl.is/Chris Craymer

Græn­met­is­garður­inn hjá Oprah Win­frey er held­ur bet­ur að gefa – því nú á dög­un­um deildi hún mynd af risa­vöxnu káli sem myndi duga heilu bæj­ar­fé­lagi í mat­inn.

Oprah Win­frey deildi mynd af risa­vöxnu káli á In­sta­gram-síðunni sinni með yf­ir­skrift­inni „Y‘all are not go­ing to believe this“. Oprah full­yrti að græn­metið væri ekki sprottið af nein­um ólög­leg­um efn­um – bara ást og kær­leika. En Oprah átti í fullu fangi með að lyfta risa­vöxnu kál­inu sem þó er óstaðfest hversu mikið vó.

Þrátt fyr­ir sam­göngu­bann þar ytra hef­ur það ekki haft nein áhrif á græn­metis­vöxt­inn í garðinum hjá Oprah ef marka má þess­ar frétt­ir. Fræg­ir vin­ir Oprah halda vart vatni af hrifn­ingu og ausa yfir hana hrósi og kveðjum á sam­fé­lags­miðlum. Meðal þeirra eru Kate Hudson, sem átti ekki til orð yfir feg­urðinni, og Tommie Lee sagði kálið líta ríku­lega út.

Risavaxið kál úr garðinum hennar Oprah, sem hún átti í …
Risa­vaxið kál úr garðinum henn­ar Oprah, sem hún átti í fullu fangi með að halda á. mbl.is/​In­sta­gram_Oprah Win­frey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert