Hvít egg fáanleg eftir 40 ára útlegð

Finnur þú mun á hvítum eða brúnum eggjum?
Finnur þú mun á hvítum eða brúnum eggjum? mbl.is/Colourbox

Þar sem nánast hvert einasta heimili í heiminum hefur staðið í ströngum bakstri síðustu mánuði hafa hænurnar ekki undan að gefa okkur egg og margar verslanir ytra orðið uppiskroppa með matvælin.

Hvít egg eru alls ekki á vinsældarlista í Bretlandi og taldist til mikilla tíðinda að tilkynna hvít egg aftur í sölu í versluninni Tesco – eftir 40 ára útlegð. Hvít egg eru oftast notuð í McMuffins-morgunmat á McDonalds, en eru mætt aftur í hillur verslana eftir kröfur viðskiptavina um eggjaskort á brúnum eggjum.

Hvít egg voru vinsæl í Bretlandi fram að sjöunda áratugnum, þegar viðskiptavinir byrjuðu að hallast að brúnum eggjum þar sem þau þóttu hollari – sem er algengur misskilningur, því litarhaft eggjanna hefur ekkert með næringargildið að gera. Til þessa hafa hvít egg verið send á veitingastaði og hótel, en þar sem margir af þeim stöðum hafa lokað á kórónuveirutímum steig Tesco fram og hóf sölu á eggjunum í stað þess að láta þau fara til spillis.

Innkaupastjóri eggja í Tesco sagði í samtali við The Guardian að ef fólk kæmist fram hjá þessari hugsun um næringargildi eggja gæti það haft gríðarleg áhrif á landbúnaðinn í framtíðinni.

Egg koma nánast alltaf við sögu við bakstur.
Egg koma nánast alltaf við sögu við bakstur. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka