Taktu með þér greip í næstu klósettferð

Hefur þú prófað að þrífa með greip?
Hefur þú prófað að þrífa með greip? mbl.is/Colourbox

Við höfum ekki prófað þetta áður – en að grípa með sér ávöxtinn greip í næstu salernisferð mun koma þér á óvart.

Ertu þreytt/ur á sterkum hreinsiefnum? Og þarftu að fjarlægja kalkbletti eða gular rendur í handvaskinum, klósettinu eða á baðkarinu? Þá skaltu prófa greip-trixið! Það er einfalt, ilmar vel og er 100% náttúruvænt. Ávöxturinn virkar mun betur en aðrir sítrusávextir þar sem greip er ríkt af náttúrulega efninu „furanocoumarin“ sem hjálpar til við að losa um óhreinindin.

Svona þrífur þú með greip

  • 1 greipávöxtur
  • ¼ bolli gróft salt

Aðferð:

  1. Skerið ávöxtinn til helminga.
  2. Stráið salti yfir toppinn á greipinu.
  3. Skrúbbaðu vaskinn, blöndunartækin og baðkarið.
  4. Lyftu ávextinum upp reglulega til að ganga úr skugga um að ná öllu saltinu aftur sem hefur skrúbbast undan greipinu.
  5. Þú kemst ansi langt með hálft greip, en ef það dugar ekki, þá áttu alltaf annan helming til góða.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka