Grillaðar döðlur með beikoni og rósmarín

Grillaðar döðlur eru algjört sælgæti!
Grillaðar döðlur eru algjört sælgæti! mbl.is/Colourbox

Safa­rík­ar döðlur, vafðar í bei­kon með rós­marín er það sem þú ætl­ar að grilla sem for­rétt þetta sum­arið. Þessi smá­rétt­ur er hreint út sagt unaðsleg­ur svo ekki sé minna sagt.

Grillaðar döðlur með beikoni og rósmarín

Vista Prenta

Grillaðar döðlur með bei­koni og rós­marín

  • 12 stór­ar döðlur
  • 3 rós­marín­grein­ar
  • 125 g bei­kon

Aðferð:

  1. Takið stein­inn úr döðlun­um.
  2. Skerið rós­marínstilk­ana í minni bita og leggið inn í miðjuna á hverri döðlu þar sem steinn­inn var.
  3. Vefjið bei­koni utan um hverja döðlu og settu döðlurn­ar á trép­inna. Grillið á báðum hliðum þar til bei­konið verður stökkt.
  4. Berið fram með köldu hvít­víns­glasi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert