Staðreyndir um vín sem ekki allir vita

mbl.is/Bruce Shippee / EyeEm / Getty Images

Það er hell­ing­ur af staðreynd­um sem finnst þarna úti varðandi vín og venj­ur í kring­um það. En hvað er rétt og hvað er sannað? Hér færðu svör­in hvað það varðar – skál fyr­ir því!

Það þarf að klára flösku sem hef­ur verið opnuð
Rangt! Þetta er ef­laust góð af­sök­un hjá mörg­um, að drekka heila flösku á kvöldi þegar slíkt er ekki nauðsyn. En gæðin minnka þó með hverj­um deg­in­um segja sér­fræðing­ar. Því um leið og vínið kemst í snert­ingu við súr­efni í flösk­unni þá dal­ar vínið smám sam­an – svo því minna súr­efni í flösk­unni, því betra. Ef þú set­ur korktapp­ann í flösk­una og geym­ir í ís­skáp, get­ur þú vel drukkið vínið í þrjá til fjóra daga á eft­ir. Ann­ars er fínt að hella því í ís­mola­box og frysta – þá áttu alltaf til kraft í sós­ur og aðra rétti.

Kassa­vín eru ekki eins góð og í flösku
Rangt! Í dag er kassa­vín al­veg jafn gott og flösku­vín og í sum­um til­vik­um jafn­vel betra. En flösk­ur eru þó þétt­ari en vín­pok­arn­ir í köss­un­um og því er oft­ar meira af brenni­steini í kassa­vín­um sem get­ur dregið úr bragði víns­ins.

Áfengis­pró­sent­an seg­ir til um hvort vínið sé sætt eða þurrt
Satt! Sam­kvæmt Heidi Iren Han­sen, vín­stjóra við Culin­ary Aca­demy í Nor­egi, þá get­ur áfengis­pró­sent­an í hvít­víni gefið vís­bend­ing­ar um hvort vínið sé þurrt eða sætt. Þurrt vín er þegar gerið hef­ur étið upp all­an syk­ur­inn sem er að finna í þrúgusaf­an­um. En þurr vín geta al­veg verið ávaxta­rík á bragðið, það snýst ekki um syk­ur­inni­haldið. Ef þú hætt­ir gerj­un­inni áður en all­ur syk­ur­inn er horf­inn, þá færðu ör­lítið sæt­ara vín og þau vín munu ekki inni­halda eins háa áfengis­pró­sentu eins og þurr vín. Hvít­vín með um það bil 8% áfeng­is­magni, verður oft aðeins sæt­ara en 12% hvít­vín þar sem vínið verður þurrt.

Það á alltaf að um­hella víni
Rangt! Það er alls ekki rétt að best sé að um­hella víni yfir í karöflu. Þegar þú hell­ir vín­inu úr flösk­unni, þá hleyp­ir þú lofti í vínið sem get­ur haft áhrif á bragðið. Vín þarf að vera vandað til að það borgi sig að um­hella því í karöflu, ann­ars er betra að drekka það frá flösk­unni. En það sak­ar ekk­ert að um­hella vín­inu – sér­stak­lega ef þú átt von á gest­um og lang­ar að bera vínið fram í fal­legri karöflu.

mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert