Þú ert að missa af miklu ef þú notar grillið eingöngu fyrir steikur. Því þessi grillaði ananas tekur bragðlaukana inn í annan heim! Hér blandast saman stemningin af grillinu við cayenne pipar og viskí sem gerir þennan rétt einstaklega ávanabindandi – hvort sem um forrétt eða desert með ískúlu sé að ræða.
Þetta er desert sumarsins á grillið
- 1 ananas, skorinn í stóra bita
- 1½ bolli fireball viskí
- ¼ bolli kanilsykur
- ¼ tsk cayenne pipar (má sleppa)
Aðferð:
- Skerið ananasinn í langa bita og setjið í stóra skál. Hellið fireball viskí yfir og setjið inn í ísskáp í 1 klukkustund, hrærið einu sinni í eftir hálftíma.
- Hellið viskíinu af, en geymið það þar til seinna í kokteila kvöldsins.
- Stráið kanilsykri og cayenne pipar yfir ananasinn og veltið upp úr þar til ananasinn er allur þakinn.
- Hitið grillið á meðalhita og grillið ananasinn í 8-10 mínútur. Snúið annað slagið.
- Berið fram sem forrétt eða eftirrétt með ískúlu.