Lúxus-bolognese með beikoni

Lúxusréttur fyrir alla sem vilja gera vel við sig.
Lúxusréttur fyrir alla sem vilja gera vel við sig. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Við megum alveg við smá lúxus annað slagið og þessi réttur er sannarlega á þeim nótunum. Hvítvínslagað bolognese með beikoni úr smiðju Snorra Guðmunds hjá Mat og myndum.

Ég mæli sérstaklega mikið með því að verða sér úti um eitthvað gott pasta fyrir þessa uppskrift, en ég notaði Trecce Rigate frá Tariello sem fæst í Melabúðinni ásamt San Marzano tómötunum,“ segir Snorri.

Lúxus-bolognese með beikoni (fyrir 4)

  • 500 g nautahakk
  • 4 sneiðar beikon
  • 100 g gulrætur
  • 100 g laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 1 dl hvítvín
  • 2 dósir / Strianese, San Marzano-tómatar, fást í Melabúðinni
  • 1 msk. / Pottagaldrar, ítalskt pastakrydd
  • 1 msk. / Oscar-nautakraftur
  • 3 msk. smjör
  • 8 g basil
  • 8 g steinselja
  • 300 g pasta

Aðferð:

  1. Skrælið lauk og gulrætur og saxið smátt. Skerið beikon í litla bita.
  2. Steikið hakk við frekar háan hita, helst í steypujárnspotti þar til það er fallega brúnað. Færið það svo á disk og hellið megninu af olíunni úr pottinum.
  3. Setjið beikon út í pottinn og steikið þar til það fer aðeins að taka lit. Lækkið hitann á pottinum, bætið lauk og gulrótum út í og steikið þar til laukurinn er orðinn mjúkur og aðeins farinn að taka lit, en varist að hann byrji að brúnast, sirka 10-12 mín.
  4. Pressið hvítlauk út í pottinn og steikið í um 30-60 sek. Bætið tómatpúrru út í og steikið í nokkrar mín. Bætið hvítvíni út í og látið það sjóða niður.
  5. Bætið hakkinu aftur út í pottinn ásamt Ítalskri kryddblöndu, nautakrafti, 1,5 tsk. salti og San Marzano-tómötunum og kremjið þá aðeins með spaðanum.
  6. Lækkið hitann í lága stillingu svo það réttu kraumi í pottinum og látið malla undir loki í 1 klst., en hrærið einstaka sinnum í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka