Naan brauð sem er betra en búðarkeypt

Þessi naan brauð eru það allra besta!
Þessi naan brauð eru það allra besta! mbl.is/Colourbox

Það er svo miklu betra að baka naan brauðin sín sjálf­ur. Þessi upp­skrift er í það minnsta betri en all­ar búðarkeypt­ar - hér með stór­kost­legu mangó-gúrku-raita.

Naan brauð sem er betra en búðarkeypt

Vista Prenta

Naan brauð betra en búðarkeypt

  • 50 g smjör
  • 30 g ger
  • 4 dl volgt vatn
  • 1½ dl sýrður rjómi, 9%
  • 10 g salt
  • 10 g syk­ur
  • 1 egg
  • 900 g hveiti
  • 2-3 msk olía
  • Svört kúmen­fræ

Mangó-gúrku-raita

  • ½ gúrka
  • 2 vor­lauk­ar
  • ½ mangó
  • 2 ½ hrein jóg­úrt
  • 1 msk ferskt kórí­and­er, smátt saxað
  • 1 msk fersk mynta, smátt söxuð
  • 1 tsk kórí­and­er krydd
  • 1 tsk cumm­in
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og kælið ör­lítið.
  2. Leysið gerið upp í vatn­inu. Bætið sýrðum rjóma, salti, sykri, eggi og smjöri sam­an við og hrærið vel sam­an.
  3. Blandið hveit­inu smátt og smátt sam­an við þar til deigið verður slétt og klístr­ast ekki of mikið. Látið hef­ast und­ir klút í 1 tíma, eða þar til deigið hef­ur tvö­faldað sig.
  4. Skiptið deig­inu upp í 10 jafna hluta og rúllið út í dropa­laga form.
  5. Stráið svört­um kúmen­fræ­um yfir og rúllið aft­ur yfir deigið þannig að fræ­in fest­ist við.
  6. Steikið brauðin, eitt í einu, á heitri pönnu með smá olíu – 2-3 mín­út­ur á hvorri hlið.

Mangó-gúrku-raita

  1. Flysjið gúrk­una og skerið kjarn­ann úr. Skerið því næst gúrk­una í litla ten­inga.
  2. Skerið vor­lauk­inn smátt. Flysjið mangó­inn og skerið í litla ten­inga. Blandið öll­um hrá­efn­um sam­an og smakkið til með salti og pip­ar.
  3. Berið fram sem ídýfu með naan-brauðunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert