Fyrsti Klemmaborgarinn í heiminum

Ótrúleg eftirlíking af hinum eina sanna Klemmaborgara.
Ótrúleg eftirlíking af hinum eina sanna Klemmaborgara. mbl.is/Danny Do / Nickelodeon

Ham­borg­ari sem svamp­ur í nær­bux­um borðaði dag­lega á hafs­botni hef­ur verið færður til lífs! En því verður vart neitað að marga hef­ur ef­laust dreymt um að smakka hinn vin­sæla Klemma­borg­ara úr teikni­myndaþáttaröðinni Svamp­ur Sveins­son.

Ef þú ert ekki kunn­ug­ur Klemma­borg­ara, þá birt­ist borg­ar­inn fyrst í þriðju þáttaröð þegar Klemmi bað Svamp Sveins­son um að búa til þykjust­unni ham­borg­ara sem Svamp­ur gerði svo snilld­ar­lega. Á borg­ar­an­um var eld­fjallasósa, sæhesta ra­dís­ur, tánegl­ur - allt steikt upp úr göml­um íþrótta­sokk­um til að fá þessa stór­kost­legu út­komu. En það var maður að nafni Danny Do sem birti ný­verið mynd af raun­veru­leg­um Klemma­borg­ara á In­sta­gram síðunni sinni.

Þó að ham­borg­ar­inn á hafs­botn­in­um hafi ekki verið upp á marga fiska, þá var raun­veru­lega út­gáf­an víst ansi ljúf­feng. Danny Do bjó til ná­kvæma eft­ir­lík­ingu sem kalk­úna­borg­ara með baunamuln­ingi, geita­osti, hvít­lauks ai­oli, kalk­únasósu og síðast en ekki síst – trönu­berja bri­oche brauðboll­um sem syst­ir hans bakaði. Fólk kallaði borg­ar­ann sann­kallað lista­verk – sem hann er!

mbl.is/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka