Marengsdraumur með ferskum berjum

Marengsterta með mascarpone kremi og ferskum berjum.
Marengsterta með mascarpone kremi og ferskum berjum. mbl.is/Colourbox

Hvernig hljómar hnetumarengsterta með mascarponekremi og nýjum ferskum sumarberjum? Einmitt – það hljómar unaðslega!

Marengsdraumur með ferskum berjum (fyrir 10)

Marengs

  • 5 eggjahvítur
  • 200 g sykur
  • 200 g smátt saxaðar ristaðar heslihnetur
  • 75 g hvítt súkkulaði, saxað
  • 75 g smjör við stofuhita (plús smá meira til að smyrja formið)
  • 2 msk. hveiti

Mascarponekrem

  • 250 g mascarpone
  • ½ dl flórsykur
  • ½ vanillustöng
  • 3 dl rjómi

Annað

  • 500 g jarðarber
  • 200 g hindber
  • 125 g bláber
  • flórsykur

Aðferð:

  1. Pískið eggjahvíturnar stífar og bætið sykri saman við smátt og smátt. Pískið þar til marengsinn er loftkenndur.
  2. Saxið hnetur og súkkulaði smátt og setjið út í deigið. Því næst kemur bráðið smjör og hveiti varlega út í.
  3. Klæðið botninn á smelluformi með bökunarpappír og smyrjið hliðarnar með smjöri. Stráið örlitlu hveiti í formið og hellið deiginu út í.
  4. Bakið við 175°C í 45 mínútur og látið alveg kólna.
  5. Losið hliðarnar á forminu varlega frá og setjið tertubotninn á stórt fat.
  6. Pískið mascarpone, flórsykur og vanillukornin létt saman. Bætið við rjóma og pískið þar til kremið verður þykkt og loftkennt.
  7. Smyrjið kreminu á botninn og toppið með ferskum berjum að eigin vali. Sigtið flórsykur yfir í lokin og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka