Prumpum við meira við að borða kál?

Prumpar þú meira eftir að hafa borðað mikið af káli?
Prumpar þú meira eftir að hafa borðað mikið af káli? mbl.is/Colourbox

Kann­astu við að prumpa eft­ir að hafa borðað kál? Sum­ir verða mjög vand­ræðal­eg­ir við það eitt að leysa vind á meðan aðrir láta það ekk­ert á sig fá. En af hverju prump­um við meira eft­ir kál-át?

Það eru ekki til nein­ar stór­feng­leg­ar rann­sókn­ir á þessu sviði, en hins veg­ar er það vitað að loft mynd­ast þegar bakt­erí­ur í þörm­un­um brjóta niður af­gang af fæðu sem hef­ur ekki náð að brotna niður í smáþörm­un­um. Það er einnig vitað að niður­brot próteina fram­leiðir meiri lykt en til dæm­is niður­brot á græn­meti.

Maður prump­ar sem sagt meira við það að borða meira af heil­korn­um og trefj­um. Hvít­kál er til að mynda stút­fullt af trefj­um og þú get­ur rétt ímyndað þér hvað ger­ist þegar við borðum rétti sem inni­halda mikið hvít­kál – lík­ams­kerfið mun þenj­ast út og loftið mun vilja finna sér leið út í mis­há­væru prumpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert