Prumpum við meira við að borða kál?

Prumpar þú meira eftir að hafa borðað mikið af káli?
Prumpar þú meira eftir að hafa borðað mikið af káli? mbl.is/Colourbox

Kannastu við að prumpa eftir að hafa borðað kál? Sumir verða mjög vandræðalegir við það eitt að leysa vind á meðan aðrir láta það ekkert á sig fá. En af hverju prumpum við meira eftir kál-át?

Það eru ekki til neinar stórfenglegar rannsóknir á þessu sviði, en hins vegar er það vitað að loft myndast þegar bakteríur í þörmunum brjóta niður afgang af fæðu sem hefur ekki náð að brotna niður í smáþörmunum. Það er einnig vitað að niðurbrot próteina framleiðir meiri lykt en til dæmis niðurbrot á grænmeti.

Maður prumpar sem sagt meira við það að borða meira af heilkornum og trefjum. Hvítkál er til að mynda stútfullt af trefjum og þú getur rétt ímyndað þér hvað gerist þegar við borðum rétti sem innihalda mikið hvítkál – líkamskerfið mun þenjast út og loftið mun vilja finna sér leið út í misháværu prumpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka