Eru ferskir ávextir hollari en frosnir?

Er stór munur á frosnum eða ferskum berjum og ávöxtum?
Er stór munur á frosnum eða ferskum berjum og ávöxtum? mbl.is/Colourbox

Safa­rík jarðarber, fersk­ur an­an­as og bragðgóð blá­ber, eru brot af því allra besta snakki sem við vit­um um. Allt sem er ferskt er betra en frosið – eða hvað?

Í raun get­ur svarið við fyrr­nefndri spurn­ingu verið al­veg þver­öfugt! Mikið af þeim ávöxt­um og græn­meti sem þú færð í mat­vöru­versl­un­um hér á landi er ræktað óra­langt í burtu og flutt hingað til lands. Og til þess að þola lang­ar vegalegnd­ir eru ávext­irn­ir oft­ast tekn­ir upp áður en þeir ná full­um þroska, og þá áður en þeir hafa náð að mynda öll þau nær­ing­ar­efni sem þau ann­ars inn­byrða.

Það græn­meti sem ræktað er sér­stak­lega til að frysta, er tekið upp seinna í vaxt­ar­ferl­inu og geym­ir því meira af nær­ing­ar­efn­um. Græn­metið og ávext­irn­ir eru þar fyr­ir utan sett strax í frost eft­ir upp­skeru og hæg­ir því á sund­urliðun víta­mín­anna. Því inni­halda frosn­ar vör­ur oft­ar en ekki meira af nær­ing­ar­efn­um en þær fersku. Fros­in ber eru því í framúrsk­ar­an­leg­um gæðum svo ekki sé minna sagt.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert