Geggjaður indverskur réttur frá Maríu

Ljósmynd/María Gomez

Ind­versk­ur mat­ur er al­gjört æði og hér erum við með merki­lega ein­falda upp­skrift frá Maríu Gomez á Paz.is sem ætti að vekja lukku hvar sem er.

Geggjaður indverskur réttur frá Maríu

Vista Prenta

Ind­verskt korma fyr­ir alla fjöl­skyld­una

Korma-kjúk­ling­ur

  • 2 msk. olía
  • 1 lauk­ur smátt skor­inn
  • 1 krukka af Patak’s Korma Spice Paste
  • 400 ml dós af kókós­mjólk
  • 1 geira­laus hvít­lauk­ur pressaður
  • 5 cm bút­ur af engi­fer­rót pressaður í hvít­lauk­spressu
  • 500 g ca. af kjúk­linga­bring­um
  • ½ dl rjómi
  • 1 msk. syk­ur eða önn­ur sæta
  • Salt og pip­ar
  • 1 dl kókós­flög­ur
  • 1 dl rús­ín­ur
  • Smá sítr­ónusafi

Gúrku-mintujóg­úrtsósa

  • 1/​4-1/​2 gúrku
  • 1 bolli grísk jóg­úrt
  • 1/​2 tsk. Cum­in (ekki kúmen eins og í kringl­um). Alls ekki sleppa ger­ir svo gott
  • 1 marið hvít­lauksrif
  • 1-2 msk. mjög fínt söxuð fersk minta
  • 2 tsk. hlyns­íróp eða aga­ve
  • 1 tsk. gróft salt

Korma Kjúk­ling­ur

  1. Hitið olíu á pönnu og setjið lauk, engi­fer­rót og hvít­lauk út á
  2. Lækkið hit­an svo lauk­ar brenni ekki og setjið syk­ur­inn út á og saltið og piprið
  3. Steikið þar til verður mjúkt og glans­andi
  4. Skerið bring­urn­ar í gúllasbita og setjið til hliðar
  5. Setjið svo Pataks Korma spice paste alla krukk­una út á pönn­una ásamt kókós­mjólk­inni og hrærið vel sam­an
  6. Þegar er byrjað að sjóða setjið þá bring­urn­ar (hrá­ar) út í og saltið, setjið líka kó­kos­flög­urn­ar og rús­ín­urn­ar og látið sjóða í 15 mín­út­ur
  7. Þegar 15 mín­út­ur eru liðnar setjið þá smá sítr­ónusafa og rjómann út á og hrærið vel sam­an
  8. Leyfið að malla svo í 5-10 mín­út­ur í viðbót
  9. Gúrku-mintujóg­úrtsósa
  10. Hrærið út jóg­úrt­ina og setjið í hana allt úr upp­skrift­inni nema gúrku og mintu
  11. Hrærið öllu vel sam­an
  12. Takið svo rif­járn og rífið gúrk­una með því út í sós­una en passið að gera bara inn að miðju og sleppa kjarn­an­um, því hann er of blaut­ur
  13. Saxið að síðustu mint­una smátt niður og setjið út í og hrærið vel

Punkt­ar

Að hafa rús­ín­ur og kókós­flög­ur gerði al­veg svaka­lega mikið fyr­ir rétt­inn og ég mæli með að þið sleppið því ekki. Mjög gott er að bera rétt­inn fram með grjón­um, jóg­úrtsós­unni og Naan brauðinu frá Patak´s.

Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert