Svona nýtir þú afgangskaffi

mbl.is/Colourbox

Það má nýta af­gang­inn úr kaffi­boll­an­um á ýmsa vegu sam­kvæmt helstu kaffispek­úlönt­um þarna úti. Hér koma öll bestu ráðin í bók­inni.

Gefðu viðar­hús­gögn­um nýtt líf
Kaffi er nátt­úru­leg­ur og alls ekki eld­fim­ur val­kost­ur fyr­ir viðar­hús­gögn­in þín. Og þú færð fal­leg­an kara­mellu­litaðan tón með því að bera kaffi á viðinn, fyr­ir utan að all­ir flekk­ir í viðnum jafn­ast út. Notið þó alltaf kalt kaffi í verkið og því meira kaffi sem þið notið, því dekkri verður viður­inn.

Plöntu­nær­ing
Ef græn­blöðung­arn­ir séu farn­ir að hengja haus þurfa þeir kannski á smá kaffi að halda. Útþynnt kaffi get­ur verið afar gott fyr­ir heilsu plantna. Bruggað svart kaffi inni­held­ur kalí­um og magnesí­um sem virk­ar sem nær­ing­ar­efni fyr­ir plönt­ur og styrk­ir um leið stilk­ana sem held­ur plönt­un­um græn­um og lif­andi. Blandið sam­an kaffi og vatni (1:4) og vökvið með blönd­unni einu sinni í viku.

Kaffis­íróp
Þú get­ur notað af­gangskaffi í að bragðbæta næsta kaffi­bolla með afar ein­föld­um hætti. Sjóðið svart kaffi með jafn­miklu magni af sykri þar til bland­an verður þykk í sér. Sírópið end­ist í allt að 2 vik­ur í kæli og er frá­bært út á ís, pönnu­kök­ur eða þar sem síróp kem­ur við sögu.

Hár­nær­ing
Koff­ín í kaffi er dá­sam­legt fyr­ir hárið – það styrk­ir hár­ræt­urn­ar og nær­ir um leið hár­svörðinn. Eft­ir að hafa þvegið hárið með sjampói skaltu hella kaff­inu yfir hárið og hár­svörðinn. Gott er að setja hárið inn í sturtu­hettu og láta standa í hálf­tíma áður en þú skol­ar burt með heitu vatni. Með því að gera þetta einu sinni í viku mun hárið þykkj­ast og áferðin verða fal­legri fyr­ir vikið.

Ekki hella afgangskaffi í vaskinn! Notaðu það frekar í hin …
Ekki hella af­gangskaffi í vaskinn! Notaðu það frek­ar í hin ýmsu hús­verk. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert