Nýir stafabollar frá Royal Copenhagen

Stafabollar hafa verið vinsælir til þessa og nú eru þeir …
Stafabollar hafa verið vinsælir til þessa og nú eru þeir fáanlegir í klassísku matarstelli frá Royal Copenhagen. mbl.is/Royal Copenhagen

Hið klass­íska og vin­sæla mat­ar­stell frá Royal Copen­hagen er mörg­um kunn­ugt. En nýir stafa­boll­ar eru nú fá­an­leg­ir frá fyr­ir­tæk­inu.

Stafa­boll­arn­ir sækja inn­blást­ur sinn í fyrstu hand­máluðu vöru­línu Royal Copen­hagen, sem ber nafnið Mus­selmalet Riflet og það frá herr­ans ár­inu 1775. Boll­arn­ir eru með háum hanka til að gripið sé gott og bók­staf­ur­inn er málaður á aðra hlið boll­ans – þá skreytt­ur blóm­um og tveim­ur pá­lett­um.

Nýju boll­arn­ir eru hand­málaðir þó að hver staf­ur virðist frek­ar nátt­úru­leg­ur og áreynslu­laus, þá eru þeir málaðir með einni vandaðri pensilstroku. Boll­arn­ir rúma heila 33 cl sem sam­svar­ar heilli dós af gos­drykk og þola bæði uppþvotta­vél og ör­bylgju­ofn. Hægt er að nálg­ast boll­ana HÉR.

mbl.is/​Royal Copen­hagen
mbl.is/​Kopog­kande
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert