Ostastangir með jalapeno sem rífur í

Cheddar-ostastangir með jalapeno sem rífur í.
Cheddar-ostastangir með jalapeno sem rífur í. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ein­fald­ar og ljúf­feng­ar ost­astang­ir með chedd­ar og jalapeno sem ríf­ur í. Hér eru ein­ung­is fjög­ur inni­halds­efni fyr­ir utan salt og pip­ar en upp­skrift­in er í boði Hild­ar Rut­ar á Trend­net.

Ostastangir með jalapeno sem rífur í

Vista Prenta

Ost­astang­ir með jalapeno sem ríf­ur í (12 stang­ir)

  • 300 g til­búið smjör­deig
  • 1 eggj­ar­auða
  • 1/​2-1 dl jalapeno úr krukku
  • 4 dl chedd­ar ost­ur
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Rífið chedd­ar-ost­inn og skerið jalapeno smátt.
  2. Fletjið deigið út í tvo eins fleti, ca. 30×40 cm fern­inga hvorn á sinn bök­un­ar­papp­ír­inn. Penslið ann­an fern­ing­inn með helm­ingn­um af eggj­ar­auðunni.
  3. Dreifið helm­ingn­um af ost­in­um og öllu jalapeno­inu jafnt yfir. Saltið og piprið.
  4. Leggið hinn fern­ing­inn af deig­inu yfir. Gott að vera með bök­un­ar­papp­ír­inn á deig­inu og draga hann síðan ró­lega af. Þetta kem­ur í veg fyr­ir að deigið slitni.
  5. Penslið með af­gang­in­um af eggj­ar­auðunni. Stráið rest­inni af ost­in­um yfir og skerið í 12 sneiðar. Takið sneiðarn­ar upp eina í einu og snúið upp á þær.
  6. Leggið þær á bök­un­ar­plötu þakta bök­un­ar­papp­ír og bakið við 200° í 12-15 mín­út­ur.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert