Saklausir snakkbitar fyrir svefninn

Er löngunin alveg að fara með þig á kvöldin? Passaðu …
Er löngunin alveg að fara með þig á kvöldin? Passaðu þig að detta ekki í algjöra óhollustu rétt fyrir háttatímann. mbl.is/Colourbox

Klukk­an er al­veg að slá í hátta­tíma og þig þyrst­ir í eitt­hvað „mums“ þrátt fyr­ir að hafa borðað kvöld­mat. Þá er gott að vita af nokkr­um sak­laus­um snakk­bit­um sem þú get­ur gætt þér á fyr­ir svefn­inn.

Te­bolli
Flest okk­ar borðum af göml­um vana, þó að við varla finn­um fyr­ir hungri. Til að venja okk­ur af þess­um óvana, er ráð að drekka eitt­hvað heitt á kvöld­in. Prófaðu að drekka te­bolla til að sjá hvort að hungrið sé í al­vör­unni al­veg að fara með þig.

Dökkt súkkulaði
Ef syk­ur­löng­un­in er al­veg að fara með þig þá mæla nær­inga­fræðing­ar með því að borða dökkt súkkulaði, og þá helst 70% súkkulaði. En áður en þú tæt­ir öllu súkkulaðinu í þig, þá skaltu hafa á bak við eyrað að 20 g er meira en nóg. Því kropp­ur­inn þinn hef­ur ekki gott af meiru svona rétt fyr­ir svefn­inn.

Ávaxa­sal­at með rjóma
Ef þú er gjör­sam­lega viðhorfs­laus út af hungri, þá er ávaxta­skál með rjóma til­valið fyr­ir þig. Þú get­ur jafn­vel blandað smá grískri jóg­úrt sam­an við rjómann til að mat­ur­inn verði meira mett­andi. Mundu að ávext­ir eru mun holl­ari en lakk­rí­s­poki!

Popp­korn
Popp­korn er full­komið ef þig lang­ar í snakk. Jafn­vel þó að popp sé ekki það holl­asta sem þú get­ur sett ofan í þig, þá er það betra en kart­öflu­f­lög­ur. Í raun er það saltið sem er það óholla við poppið.

Skyr með hnet­um og hun­angi
Prótein hjálp­ar mörg­um við að sofa bet­ur og því er skyr með hnet­um og hun­angi frá­bært fyr­ir svefn­inn ef þú ert mikið svang­ur/​svöng. Eins er hrökk­brauð með osti góður snakk­biti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert