Saklausir snakkbitar fyrir svefninn

Er löngunin alveg að fara með þig á kvöldin? Passaðu …
Er löngunin alveg að fara með þig á kvöldin? Passaðu þig að detta ekki í algjöra óhollustu rétt fyrir háttatímann. mbl.is/Colourbox

Klukkan er alveg að slá í háttatíma og þig þyrstir í eitthvað „mums“ þrátt fyrir að hafa borðað kvöldmat. Þá er gott að vita af nokkrum saklausum snakkbitum sem þú getur gætt þér á fyrir svefninn.

Tebolli
Flest okkar borðum af gömlum vana, þó að við varla finnum fyrir hungri. Til að venja okkur af þessum óvana, er ráð að drekka eitthvað heitt á kvöldin. Prófaðu að drekka tebolla til að sjá hvort að hungrið sé í alvörunni alveg að fara með þig.

Dökkt súkkulaði
Ef sykurlöngunin er alveg að fara með þig þá mæla næringafræðingar með því að borða dökkt súkkulaði, og þá helst 70% súkkulaði. En áður en þú tætir öllu súkkulaðinu í þig, þá skaltu hafa á bak við eyrað að 20 g er meira en nóg. Því kroppurinn þinn hefur ekki gott af meiru svona rétt fyrir svefninn.

Ávaxasalat með rjóma
Ef þú er gjörsamlega viðhorfslaus út af hungri, þá er ávaxtaskál með rjóma tilvalið fyrir þig. Þú getur jafnvel blandað smá grískri jógúrt saman við rjómann til að maturinn verði meira mettandi. Mundu að ávextir eru mun hollari en lakkríspoki!

Poppkorn
Poppkorn er fullkomið ef þig langar í snakk. Jafnvel þó að popp sé ekki það hollasta sem þú getur sett ofan í þig, þá er það betra en kartöfluflögur. Í raun er það saltið sem er það óholla við poppið.

Skyr með hnetum og hunangi
Prótein hjálpar mörgum við að sofa betur og því er skyr með hnetum og hunangi frábært fyrir svefninn ef þú ert mikið svangur/svöng. Eins er hrökkbrauð með osti góður snakkbiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka