Girnileg appelsínukaka með ricotta og möndlum

Ljósmynd/Colourbox

Þetta er kak­an sem þú vilt baka um helg­ina og bjóða upp á með kaff­inu. Dúnamjúk og bragðgóð app­el­sínukaka með ricotta og möndl­um á toppn­um. Við mæl­um með að vanda valið er bakaðar eru kök­ur með hveiti. Því köku-hveiti gera köku­botn­ana meira loft­kennda og smá­kök­urn­ar verða stökk­ari.

Girnileg appelsínukaka með ricotta og möndlum

Vista Prenta

Girni­leg app­el­sínukaka með ricotta og möndl­um (fyr­ir 10-12)

  • 150 g mjúkt smjör
  • 200 g syk­ur
  • 1 tsk. vanillupa­ste
  • 2 app­el­sín­ur, saf­inn og raspaður börk­ur
  • 4 stór egg
  • 250 g ricotta
  • 50 g möndl­umjöl
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 50 g möndlu­f­lög­ur
  • Flór­syk­ur

Aðferð:

  1. Pískið smjör, syk­ur og vanillupa­ste þar til létt og ljóst. Pískið egg­in út í, eitt í einu.
  2. Blandið röspuðum app­el­sínu­berki, safa og ricotta sam­an í skál og setjið út í blönd­una.
  3. Setjið möndl­umjöl, hveiti og lyfti­duft í skál og sigtið því út í blönd­una.
  4. Hellið deig­inu í form, 22 cm, og dreifið möndlu­f­lög­um yfir.
  5. Bakið við 180°C í 45-55 mín­út­ur.
  6. Látið kólna og stráið flór­sykri yfir áður en borið er fram.

Upp­skrift: Ditte Ju­lie Jen­sen

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka