Rannsóknir benda til að kaffidrykkjufólk lifi lengur

Sam­kvæmt nýrri rann­sókn virðast kaffþyrst­ir lifa leng­ur en aðrir, því get­ur þú al­veg áhyggju­laust notið kaffi­boll­ans án þess að hugsa meira út í það.

Það eru ef­laust ein­hverj­ir strang­heiðarleg­ir kaffi­drykkju­menn þarna úti sem finn­ast þeir þurfa að draga ör­lítið úr neysl­unni – en það er al­gjör óþarfi. Sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var á 500 þúsund Eng­lend­ing­um lif­ir þú leng­ur á kaffi­drykkju. Og þá er al­veg sama hvernig kaffið er bruggað, hvort það inni­haldi koff­ín eða ekki. Frá þessu grein­ir fag­tíma­ritið JAMA In­ternal Medic­ine.

Betra minni
Þú lif­ir ekki bara leng­ur með kaff­inu, því ein­hverj­ir spek­ing­ar vilja meina að við öðlumst betra minni. Því er ráðlagt fyr­ir há­skóla­nema að drekka tvo bolla af kaffi strax eft­ir að hafa lesið náms­efnið. Sam­kvæmt tíma­rit­inu Nature Neuroscience veit­ir koff­ín í kaffi líka auka orku til að tak­ast á við krefj­andi verk­efni. Kaffi inni­held­ur einnig mörg önn­ur efni sem eru góð fyr­ir lík­amann, þar á meðal bólgu­eyðandi efni.

Þrír til fjór­ir boll­ar af kaffi yfir dag­inn er í góðu lagi hjá full­orðnum, þó að ófrísk­ar kon­ur ættu ekki að drekka nema um helm­ing­inn af þess­um skammti. Þrír til fjór­ir boll­ar sam­svara um 400 mg af koff­íni, en marg­ir drekka jafn­vel meira en það yfir dag­inn. Þetta þýðir samt ekki að þú eig­ir að byrja að drekka kaffi til að halda heils­unni! Þá er mun betri kost­ur að fara í langa göngu­túra eða borða stóra skammta af græn­meti. En ef þú vilt drekka kaffi skaltu njóta þess og þeirra já­kvæðu ávinn­inga sem drykkja þess hef­ur í för með sér.

Svefn­leysi og höfuðverk­ur
Of mikið af koff­íni get­ur þó valdið svefn­leysi, eirðarleysi, hjart­sláttaróþæg­ind­um, pirr­ingi og kvíða. Þú get­ur einnig orðið háður koff­íni og finn­ur áhrif­in í höfuðverk, eirðarleysi og þreytu ef þú færð ekki koff­ín. Ef þú vilt kom­ast út úr þeim víta­hring skaltu minnka kaffi­boll­ana niður í einn bolla á dag – þá ætt­ir þú að losna við óþæg­ind­in. Sum­ir eru sér­stak­lega viðkvæm­ir fyr­ir koff­íni sem get­ur brot­ist út eins og kvíðak­ast.

Kaffiþyrstir geta drukkið bollann sinn alveg áhyggjulaust.
Kaffiþyrst­ir geta drukkið boll­ann sinn al­veg áhyggju­laust. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert