Heimagerðir íspinnar sem börnin elska

Ljósmynd/Linda Ben

Það er fátt sum­ar­legra en að eiga íspinna í fryst­in­um til að gæða sér á þegar sól­in skín. Flest­ir eru í frost­pinn­un­um en hér er Linda Ben með al­vöru ís­upp­skrift sem er ein­föld og æðsi­leg.

Heimagerðir íspinnar sem börnin elska

Vista Prenta

Heima­gerðir jarðaberja íspinn­ar

  • 3 eggj­ar­auður

  • 3 dl rjómi frá Örnu Mjólk­ur­vör­um

  • 2 dl jarðaberja AB-mjólk frá Örnu Mjólk­ur­vör­um

  • 1 ½ dl syk­ur

  • 200 g fersk jarðaber

Aðferð:

  1. Skerið jarðaber­in í bita, takið græna hlut­ann af. Setjið í pott ásamt sykr­in­um og hitið á væg­um hita þar til syk­ur­inn hef­ur bráðnað.
  2. Þeytið eggj­ar­auðurn­ar mjög vel, al­veg þangað til þær verða ljós gul­ar, þykk­ar og deigið mynd­ar borða þegar þeyt­ar­inn er tek­inn upp úr og deigið lek­ur aft­ur ofan í skál­ina (borðarn­ir eru sjá­an­leg­ir í ör­fá­ar sek).
  3. Þeytið rjómann í ann­ari skál, bætið AB-mjólk­inni sam­an við var­lega með sleikju.
  4. Bætið eggj­ar­auðunum sam­an við með sleikju og síðan jarðaber­in ásamt syk­ur síróp­inu, blandið öllu var­lega sam­an.
  5. Hellið ís “deig­inu” í íspinna form eða annað form ef þið viljið gera ís­kúl­ur, frystið í a.m.k. sóla­hring áður en borða á ís­inn.
Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert