Hér eru einstakar morgunbollur á ferð – því þær eru á mörkunum að vera muffins eða bollur. Í þessari uppskrift eru bollurnar fullar af grófum hnetum, súkkulaði og döðlum sem veita bragðlaukunum mikla ánægju.
Morgunbollur meistarans (12-16 stk)
- 25 g ger
- 4 dl volgt vatn
- 4 msk. hunang
- 1 tsk. salt
- ¼ dl ólífuolía
- 300 g gróft spelthveiti
- 75 g hveiti
Annað
- 100 g dökkt súkkulaði, saxað
- 100 g valhnetur, saxaðar
- 50 g heslihnetuflögur
- 50 g rúsínur
- 50 g döðlur, saxaðar
Aðferð:
- Leysið gerið upp í vatni og bætið hunangi, salti og olíu saman við.
- Hrærið báðum hveitunum út í – og hér skal deigið vera eins og hafragrautur. Setjið því næst súkkulaðið, valhnetur, heslihnetuflögur, rúsínur og döðlur saman við. Látið hefast við stofuhita í 45 mínútur eða yfir nótt í ísskáp (og þá jafna sig í 20 mínútur við stofuhita ef deigið fer inn í ísskáp).
- Fyllið muffinsformin upp að helming og látið hefast í 20 mínútur í forminu. Bakið við 185°C í 15-20 mínútur.
- Berið fram volgar eða við stofuhita.