Þess vegna áttu að borða kál

Blóm­kál, rósa­kál, rauðkál og brok­kolí – án efa með því holl­ara sem þú get­ur lagt þér til munns. Hér eru nokkr­ar ástæður fyr­ir því að þú ætt­ir að setja meira kál á disk­inn en ella.

Eyk­ur melt­ing­una
Kál er frá­bært fyr­ir þarma­flór­una og hátt inni­hald trefj­anna jafn­ar ferðalagið í gegn­um melt­ing­ar­fær­in, flýt­ir fyr­ir melt­ingu og kem­ur í veg fyr­ir hægðat­regðu.

Mett­ar vel
Mikið af þeim trefj­um sem finn­ast í káli fylla mag­ann vel og stjórna þannig mat­ar­lyst­inni. Þar fyr­ir utan krefst kál þess af manni að tyggja meira, sem stuðlar enn frek­ar að því að við verðum mett.

Efl­ir ónæmis­kerfið
Hátt magn C-víta­mína og andoxun­ar­efna styrk­ir ónæmis­kerfið og vernd­ar gegn vírus­um og bakt­erí­um. Í ein­ung­is 100 g af káli færðu þinn dag­lega skammt af C-víta­míni.

Fyr­ir­bygg­ir krabba­mein
Fyr­ir utan öll þau nauðsyn­legu víta­mín og önn­ur heilsu­efl­andi efni inni­held­ur kál svo­kallað glúkósínólöt sem talið er að sé mik­il­vægt til að fyr­ir­byggja krabba­mein.  

Kál geym­ir líka nóg af trefj­um sem koma stöðug­leika á blóðsyk­ur­inn og draga úr kó­lestróli sem er gott til að fyr­ir­byggja hjarta­sjúk­dóma og syk­ur­sýki tvö.

Færri hita­ein­ing­ar
Kál inni­held­ur lítið af fitu og hita­ein­ing­um, en í sirka 100 grömm­um af káli eru 30-50 hita­ein­ing­ar. Kál er því stór­kost­legt til að fylla mag­ann án þess að safna of miklu af hita­ein­ing­um í leiðinni.

Styrk­ir bein­in
Auk D-víta­míns inni­held­ur kál mikið magn af kalki sem styrk­ir bein­in og vernd­ar gegn beinþynn­ingu.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert