Þess vegna áttu að borða kál

Blómkál, rósakál, rauðkál og brokkolí – án efa með því hollara sem þú getur lagt þér til munns. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir að setja meira kál á diskinn en ella.

Eykur meltinguna
Kál er frábært fyrir þarmaflóruna og hátt innihald trefjanna jafnar ferðalagið í gegnum meltingarfærin, flýtir fyrir meltingu og kemur í veg fyrir hægðatregðu.

Mettar vel
Mikið af þeim trefjum sem finnast í káli fylla magann vel og stjórna þannig matarlystinni. Þar fyrir utan krefst kál þess af manni að tyggja meira, sem stuðlar enn frekar að því að við verðum mett.

Eflir ónæmiskerfið
Hátt magn C-vítamína og andoxunarefna styrkir ónæmiskerfið og verndar gegn vírusum og bakteríum. Í einungis 100 g af káli færðu þinn daglega skammt af C-vítamíni.

Fyrirbyggir krabbamein
Fyrir utan öll þau nauðsynlegu vítamín og önnur heilsueflandi efni inniheldur kál svokallað glúkósínólöt sem talið er að sé mikilvægt til að fyrirbyggja krabbamein.  

Kál geymir líka nóg af trefjum sem koma stöðugleika á blóðsykurinn og draga úr kólestróli sem er gott til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma og sykursýki tvö.

Færri hitaeiningar
Kál inniheldur lítið af fitu og hitaeiningum, en í sirka 100 grömmum af káli eru 30-50 hitaeiningar. Kál er því stórkostlegt til að fylla magann án þess að safna of miklu af hitaeiningum í leiðinni.

Styrkir beinin
Auk D-vítamíns inniheldur kál mikið magn af kalki sem styrkir beinin og verndar gegn beinþynningu.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert