Elskaði samlokuna og fékk uppskriftina hjá kokkinum

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is gerði sér ferð til Vest­manna­eyja og varð hug­fang­in af humar­loku sem hún fékk á Einsa kalda. Hún hafði sam­band við veit­ingastaðinn og fékk upp­skrift­ina sem hún býður les­end­um upp á hér. Hún seg­ir út­kom­una hafa verið him­neska og hvet­ur alla til að prófa.

„Það á reynd­ar að vera frisée-sal­at á toppn­um en eft­ir leit í fjór­um versl­un­um gafst ég upp og lét veislu­sal­at duga, það set­ur samt mik­inn svip á lok­una að hafa frisée sal­at svo ég myndi klár­lega mæla með því að nota það þó svo kál­teg­und hafi lít­il áhrif á loka­bragðið.

Bragðlauk­arn­ir fá held­ur bet­ur veislu í þess­ari sam­loku og sam­an­stend­ur hún af hinum ýmsu hrá­efn­um og mis­mun­andi áhersl­um en út­kom­an er al­veg upp á 10!“

Elskaði sam­lok­una og fékk upp­skrift­ina hjá kokk­in­um

Vista Prenta

Humar­loka Einsa kalda

Upp­skrift fyr­ir 4 sam­lok­ur

Útbúið papriku­salsa og lime-maj­ónes, skerið græn­meti og smjör­steikið humar­inn áður en að sam­setn­ingu kem­ur.

  • 12 þunn­ar ljós­ar súr­deigs­brauðsneiðar (3 í hverja loku, gott að kaupa heilt brauð og skera sjálf­ur)
  • Chedd­ar-ostasósa frá Old el Paso
  • 8 sneiðar parma­skinka frá Ca­sale
  • Papriku­salsa (sjá upp­skrift hér að neðan)
  • 600 g skelflett­ur hum­ar
  • Smjör, salt, pip­ar og hvít­lauks­duft (fyr­ir humar­inn)
  • Lime-maj­ónes (sjá upp­skrift hér að neðan)
  • Kletta­sal­at
  • Frisée-sal­at
  • 1 ferskt chili, skorið í þunn­ar sneiðar
  • ½ granatepli
  • 3 x vor­lauk­ur í sneiðum

Súr­deigs­brauðsneiðarn­ar eru grillaðar í stutta stund áður en lok­an er sett sam­an.

Neðsta sneiðin er smurð með chedd­ar-ostasósu, 2 sneiðar af parma­skinku sett­ar þar ofan á og þar á eft­ir papriku­salsa (kúfuð mat­skeið á hverja loku).

Hér kem­ur næsta brauðsneið og ofan á hana fer smjör­steikt­ur hum­ar sem búið er að hræra sam­an við lime-maj­ónes ásamt kletta­sal­ati.

Að lok­um kem­ur 3ja brauðsneiðin og hún er smurð með lime-maj­ónes­inu og toppuð með frisee-sal­ati, chili-sneiðum, granatepla­fræj­um og vor­lauk.

Papriku­salsa

  • 1 x rauð paprika
  • 1 x rauðlauk­ur
  • 2 x tóm­at­ur (kjarn­hreinsaðir)
  • 4 x sólþurrkaðir tóm­at­ar
  • 6 x Til ham­ingju döðlur
  • 1 msk. söxuð stein­selja
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar

Skerið allt hrá­efnið í þunna strimla og steikið upp úr ólífu­olí­unni stutta stund.

Lækkið þá hit­ann og leyfið að malla í um 20 mín­út­ur og hrærið reglu­lega í á meðan.

Lime-maj­ónes

  • 200 g Hell­mann‘s-maj­ónes
  • 1 lime (safi og börk­ur)

Hrærið vel sam­an og geymið í kæli.

Á Einsa kalda er hins veg­ar notað svo kallað Yuzu-maj­ónes en það er jap­anskt maj­ónes og Yuzu-safi en yuzu er sítrusávöx­ur. Að sjálf­sögðu er hægt að taka þetta alla leið ef þið finnið þetta hrá­efni.

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert