Starbucks opnar með breyttu sniði

Starbucks hefur opnað aftur með heilmiklum breytingum.
Starbucks hefur opnað aftur með heilmiklum breytingum. mbl.is/Foodandwine.com

Star­bucks-keðjan hef­ur opnaði aft­ur eft­ir að hafa lokað fleiri hundruð stöðum vegna kór­ónu­veirunn­ar. Nú standa yfir breyt­ing­ar hjá fyr­ir­tæk­inu þar sem viðskipta­vin­ir munu sjá meira af sta­f­rænni upp­lif­un.

Fyr­ir­tækið til­kynnti nú á dög­un­um að á næstu 18 mánuðum munu um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar standa yfir. Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu frá for­stjóra Star­bucks, Kevin John­son, fel­ur til­lag­an í sér að loka um 400 versl­un­um og opna 300 nýj­ar í staðinn – þar sem áhersl­an er sniðin að þörf­um viðskipta­vin­ar­ins eft­ir heims­far­ald­ur­inn.

Í stór­borg­um eins og New York, Chicago, Seattle og San Francisco munu viðskipta­vin­ir sjá meira af Star­bucks „Pick-up“ stöðum. Þannig er viðskipta­vin­um gert kleift að panta, borga með þar til gerðu appi í sím­an­um og mæta á staðinn til að sækja pant­an­irn­ar sín­ar. Í út­hverf­um mun fyr­ir­tækið fjölga versl­un­um sem bjóða upp á stoppistöðvar og fjöldi annarra versl­ana mun ein­göngu bjóða upp á slíka þjón­ustu. Vöru­keðjan mun halda áfram að þróa og auka fram­boð af nýj­um lausn­um sem þess­um – jafn­vel með bíla­l­úg­um og þá með tveim­ur ak­rein­um eða lúgu þar sem gang­andi veg­far­end­ur geta stoppað og pantað sér upp­á­haldskaffi­boll­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert