Auðveldasta kaka alheimssögunnar

Ekki flókinn bakstur! Maltersers kexkaka með súkkulaði.
Ekki flókinn bakstur! Maltersers kexkaka með súkkulaði. mbl.is/Laura Middleton/Facebook

Hér er kak­an sem þykir svo ein­föld að þú gæt­ir ekki klúðrað henni þó þú vær­ir með bundið fyr­ir aug­un. Meira segja þeir allra „slök­ustu“ í eld­hús­inu geta meist­arað þessa! 

Laura Middlet­on deildi þess­ari upp­skrift ný­verið á Face­book með þeirri yf­ir­skrift að hér þyrftu ekki nein stór­vís­indi til að baka þessa köku – eins og t.d. hveiti eða önn­ur bragðefni. Eina sem þú þarft er poki af Malter­sers, Digesti­ve kex, smjör, sýróp og hvítt súkkulaði. Og það allra besta er að þú þarft hvorki að eiga við bak­ara­ofn­inn né setja kök­una í kæli. En kak­an þarf að fá að standa yfir nótt til að verða eins góð og vera ber.

  • Þú byrj­ar á því að mylja Digesti­ve kexpakka og Malter­sers í stóra skál.
  • Bæt­ir því næst bráðnu smjöri og sýrópi sam­an við eft­ir þörf­um, þannig að deigið sé smá klístrað.
  • Dreifðu blönd­unni jafnt í mót og bræddu hvítt súkkulaði ofan á.
  • Stráið hand­fylli af Malter­sers yfir topp­inn og jafn­vel nokkr­um súkkulaðihnöpp­um.
  • Látið standa yfir nótt – ekki í kæli, og berið fram dag­inn eft­ir.
Deigið á að vera örlítið klístrað.
Deigið á að vera ör­lítið klístrað. mbl.is/​Laura Middlet­on/​Face­book
Kakan sem þykir svo einföld að þú getur alls ekki …
Kak­an sem þykir svo ein­föld að þú get­ur alls ekki klúðrað henni. mbl.is/​Laura Middlet­on/​Face­book
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert