Ert þú að eyðileggja matinn með röngum aðferðum?

Ert þú með allt á hreinu í eldhúsinu?
Ert þú með allt á hreinu í eldhúsinu? mbl.is/Colourbox

Það er hellingur af „kokkum“ þarna úti sem telja sig vera með fulla stjórn í eldhúsinu, en eru í raun að rústa gæðum og bragði matarins. Þú tengir eflaust við eitthvað af eftirtöldum atriðum – því við gerum það.

Þú ert að afþíða kjöt vitlaust
Það er mikilvægt að hafa heilsuna þína í huga og annara þegar kemur að því að elda kjötvörur. Ef þú afþíðir kjöt með því að láta það standa á eldhúsborðinu eða í heitu vatni, þá þarftu að hætta því núna. Þú ert í raun að auka hættuna á matareitrun þar sem bakteríur byrja að fjölga sér hratt í slíku hitastigi.

  • Best er að láta kjötið ná frostinu úr sér inn í ísskáp, í köldu vatnsbaði eða í örbylgjuofni á sérvöldu prógrammi. Vertu viss um hvernig þú átt að láta matvöruna þiðna áður en þú byrjar.

Þú ofhitar eða hitar ekki pönnuna nægilega mikið
Ef þú byrjar að elda á kaldri pönnu eða á rjúkandi heitri pönnu og skilur síðan ekkert í því af hverju maturinn eldast svona ójafnt – þá gæti þetta verið ástæðan. Þú byrjar til dæmis með kalda pönnu þegar þú steikir beikon en alveg þveröfugt þegar um steik er að ræða.

  • Það veltur allt á uppskriftinni og hráefninu sem þú ert að matreiða hvort að pannan eigi að vera köld eða heit. Vertu viss um að lesa allar leiðbeiningar vandlega yfir. Til dæmis ef þú vilt matreiða fullkomnu eggjahræru, þá á pannan að vera á meðalhita.

Þú hitar ekki ofninn

Eitt af fyrstu skrefunum til að baka ljúffengar bollakökur eða aðrar sætar syndir, er að hita ofninn í rétt hitastig áður en þú stingur kökunum inn í ofninn. Ef þú gerir það ekki, þá er hætta á að kökurnar leki meira út til hliðanna, og bakist jafnvel meira á sumum stöðum.

  • Bæði gas- og rafmagnsofnar taka um 15 mínútur að hitna, svo vertu viss um að undirbúa ofninn þegar þú byrjar á deiginu sjálfu.

Þú opnar ofninn reglulega
Ein algeng mistök þegar verið er að steikja kalkún í ofni er að opna stöðugt ofninn. Í hvert skipti sem þú opnar ofninn ertu að sleppa dýrmætu heitu lofti út sem maturinn þarf á að halda. Og þegar þú lokar ofninum aftur, getur það tekið ofninn smá tíma að ná aftur sama hitastigi og hann var kominn í.

  • Orðatiltækið segir „if you´re looking, you´re not cooking“. Ef þú þarf að opna ofninn til að athuga með steikina eða það sem er bakast, reyndu þá að gera það þegar um tveir þriðju af tímanum er liðinn.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert