Það jafnast fátt við svalandi vatnsmelónu yfir sumartímann – en þær geta verið misjafnar eins og með svo mörg önnur matvæli. Hér eru bestu ráðin til að velja þá allra safaríkustu í næstu innkaupaferð.
Dæmdu eftir útlitinu: Forðastu vatnsmelónu sem lítur út fyrir að vera kekkjótt, beygluð eða óregluleg í laginu. Þú vilt velja eina sem er án allra bletta og ber ekki neina skurði eða annað utan á sér.
Taktu hana upp: Þroskaðar vatnsmelónur eru þyngri en þær sem eru minna þroskaðar. Auka þyngd er merki um að melónan sé full af vatni, en ekki þurr og bragðlaus. Berðu saman nokkrar vatnsmelónur í svipaðri stærð og veldu þá þyngstu.
Finndu gula blettinn: Guli bletturinn á vatnmelónu gefur til kynna á hvaða hlið melónan sat á jörðinni þegar hún var að vaxa og þroskast. Því gulari sem bletturinn er, því þroskaðri er melónan. Forðist melónur þar sem guli bletturinn er fölur á lit. Þá er það merki um að melónan hafi verið tekin upp of snemma.
Bankaðu í hana: Þetta er nokkuð vel þekkt tækni með vatnsmelónur. En með því að banka létt á melónuna með hnúanum skaltu taka eftir hljóðinu sem kemur. Dauft og djúpt hljóð gefur til kynna að ávöxturinn sé ekki alveg nægilega þroskaður – þú vilt aftur á móti heyra holt og djúpt hljóð.