Leiðir til að forðast bakteríur á baðherberginu

Notið örtrefjaklút við þrif á flísafúgu því eldhúspappírinn mun bara …
Notið örtrefjaklút við þrif á flísafúgu því eldhúspappírinn mun bara tætast í allar áttir. mbl.is/Lauren Volo

Ef að tilhugsunin um bakteríurnar inn á baðherbergi fái hárin á handleggjunum til að rísa, þá ertu alls ekki ein/n með þá hugsun. En til eru mörg góð ráð sem hjálpa okkur að halda baðherberginu hreinu og bakteríu-fríu.

Lokaðu setunni áður en þú sturtar niður
Rannsóknir hafa sýnt fram á að bakteríur frá klósettinu, dreyfa sér víða um baðherbergið þegar við sturtum niður. Þegar vatnið byrjar að sprautast í allar áttir og ná í versta falli í áttina að tannburstanum þínum. Lokaðu því alltaf setunni áður en þú sturtar niður.

Geymdu tannburstann inn í skáp
Út frá atriðinu sem við nefndum hér fyrir ofan, þá ber að geyma tannburstann inn í skáp en ekki í opnu rými.

Þvoðu hendurnar með sápu
Það er æskilegt að þvo sér um hendurnar eftir hverja klósettferð með vatni og sápu, jafnvel eftir litla „pissuferð“. Þér finnst kannski ekki eins og hendurnar séu skítugar en þú ert að snerta klósettið og takkann til að sturta niður sem er nóg til að næla sér í bakteríur.

Taktu skartgripina af þegar þú þværð þér
Bakteríur eru svo agnasmáar og fela sig á ýmsum stöðum. Þess vegna er mælst með að taka sérstaklega af sér hringi þegar þú þværð hendurnar.

Sprittaðu símann þinn
Samkvæmt breskri rannsókn frá árinu 2015, þá eru flerir bakteríur á símanum þínum en á salerninu. Geymdu því símann alltaf í vasanum þegar þú ferð á salernið og mundu eftir að spritta.

Handspritt í töskunni – alltaf!
Handspritt ætti að vera staðalbúnaður í töskunni, sérstaklega þegar þú ert á ferðinni og endar á salerni þar sem sápan er af skornum skammti. Sérstaklega ef þú ert á flakki með lítil börn.

Þvoðu tannburstaglasið
Ekki gleyma tannburstaglasinu þó að það standi inn í skáp og geymi burstana þína, þá er nauðsynlegt að þrífa það endrum og sinnum.

Ekki drekka vatnið úr krananum
Ef að reglulega sé sturtað niður án þess að klósettsetan liggi niðri, þá getur þú ímyndað þér bakteríurnar sem liggja á krananum sjálfum. Því er ekki ráðlagt að leggja höfuðið undir og drekka úr krananum.

Skiptu um klósettbursta
Það ber að skipta reglulega um klósettbursta því hann geymir ótrúlegt magn af bakteríum. Og mundu eftir að þrífa líka stöngina sjálfa á burstanum.

Skiptu reglulega um handklæði
Til að halda bakteríum í skefjum er ráðlagt að skipta reglulega um handklæði. Ef þú ert staddur/stödd á almenningssalerni skaltu forðast að nota handklæði og þurrka þér frekar með pappír.

Forðastu handfangið
Eftir að hafa farið eftir öllum kúnstnarinnar reglum varðandi þrif, skaltu ekki gleyma handfanginu á salernishurðinni. Hurðarhúninn og lásinn ber að þrífa með spritti eins og allt annað – það segir sig sjálft.

Það eru ýmsar leiðir til að halda bakteríunum í skefjum …
Það eru ýmsar leiðir til að halda bakteríunum í skefjum inn á baðherbergi. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka