Töfrasápan sem flestir gleyma að nota

Brúnsápa getur gert kraftaverk þegar þú vilt létta þér lífið.
Brúnsápa getur gert kraftaverk þegar þú vilt létta þér lífið. mbl.is/Colourbox

Það er brúnsáp­an sem mun hjálpa þér í gegn­um þrif­in, en sáp­an er áhrifa­rík á þá helstu staði sem krefjast mik­ill­ar vinnu. Sjáðu hvernig sáp­an kem­ur til með að létta þér lífið!

Hrein­ar bök­un­ar­plöt­ur
Fitug­ar og skít­ug­ar bök­un­ar­plöt­ur elska að vera smurðar með brúnsápu. Smyrðu plöt­urn­ar vel og pakkaðu svo inn í poka eða plast­filmu og láttu standa yfir nótt. Þvoðu upp úr volgu vatni dag­inn eft­ir og sjáðu óhrein­ind­in leka niður í vaskinn.

Máln­ing
Ef þú hef­ur hug á að mála lista eða trému­bl­ur, þá get­ur þú notað sama trix og með bök­un­ar­plöt­urn­ar. Smyrðu hlut­inn vel með brúnsápu og settu plast­filmu yfir til næsta dags. Þá hef­ur máln­ing­in náð að losa sig  og er auðveld að skrapa af.

Brennd­ir pott­ar
Ertu með potta og pönn­ur með fast­brennd­um óhrein­ind­um sem þú nærð ómögu­lega af? Smyrðu botn­inn vel með brúnsápu og settu vatn út á þannig að það hylji sáp­una. Svo er bara að bíða eft­ir að óhrein­ind­in losi sig frá – og það get­ur tekið tíma, svo þú þarft að vera þol­in­móð/​ur.

Blett­ir
Smyrðu brúnsápu á bletti á föt­um eða jafn­vel á áklæðið á barna­vagn­in­um og pakkaðu inn í plast­poka. Næsta dag get­ur þú þvegið blett­inn auðveld­lega úr.

Flísa­hreins­ir
Hreinsaðu flís­arn­ar á plan­inu fyr­ir utan húsið með brúnsápu. Smyrðu sáp­unni á og láttu standa fram á næsta dag. Skrúbbaðu þá flís­arn­ar með vatni og stíf­um bursta.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert