Hefur þú prófað að marinera með kaffi?

Það þykir lygilega gott að marinera kjöt og fisk upp …
Það þykir lygilega gott að marinera kjöt og fisk upp úr kaffi. mbl.is/Colourbox

Kaffi er ekki bara heit­ur drykk­ur – því þú get­ur notað kaffi á svo marga vegu í mat­ar­gerð. Til dæm­is sem spenn­andi mar­in­er­ing á kjöt og fisk eins og við sýn­um ykk­ur hér fyr­ir neðan.

Það eru ekki marg­ir sem vita að með vel völd­um hrá­efn­um, blönduðu sam­an við kaffi, ertu að fá stór­kost­lega mar­in­er­ingu sem gef­ur ein­stakt bragð á steik­ina þína eða fisk­inn. Við mæl­um ein­dregið með því að prófa, því út­kom­an er betri en þig grun­ar.

Hefur þú prófað að marinera með kaffi?

Vista Prenta

Mar­in­er­ing með kaffi – hent­ar á kjöt og fisk

  • 1 lauk­ur
  • 4 hvít­lauksrif, mar­in
  • 240 ml sterkt kaffi
  • 60 ml bal­sa­mik edik
  • 55 g púður­syk­ur
  • 60 ml dijon sinn­ep
  • 3 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Steikið lauk og hvít­lauk upp úr smöri eða olíu þar til lauk­ur­inn verður mjúk­ur. Setjið í skál.
  2. Bætið kaff­inu sam­an við ásamt bal­sa­mik ed­iki, púður­sykri, sinn­epi, ólífu­olíu, salti og pip­ar.
  3. Leggið kjötið eða fisk­inn í mar­in­er­ing­una og látið standa inn í ís­skáp í að minnsta kosti eina klukku­stund áður en kjötið er eldað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert