Leyndardómar lauksins

Fólk er mishrifið af lauk í mat, á meðan sumum …
Fólk er mishrifið af lauk í mat, á meðan sumum þykir hann ómissandi. mbl.is/Colourbox

Við elsk­um lauk í öll­um út­gáf­um, enda bragðbæt­ir hann flestall­an mat. En það get­ur verið grát-bros­legt að skera niður lauk og bragðsterk­ur lauk­ur er held­ur ekki að allra skapi – svo hvað er til ráða?

Þú þekk­ir ef­laust ein­hvern sem er ekki hrif­inn af of mikl­um lauk í sal­ati eða rétt­um yfir höfuð, vegna þess að hann er of bragðmik­ill að mati margra. Og hver kann­ast ekki við að hafa fellt nokk­ur tár yfir að skera niður lauk – ef­laust all­ir sem hafa komið ná­lægt mat­ar­gerð af ein­hverju tagi.

Hér eru nokk­ur ráð til að há­gráta ekki yfir því að skera lauk

  • Settu lauk­inn í vatnsbað og skerðu hann þannig niður. Þetta krefst að sjálf­sögðu rým­is og ná­kvæmni að skera sig ekki í leiðinni, en svín­virk­ar.
  • Notaðu sund­gler­augu.
  • Skerðu lauk­inn með vift­una í gangi.
  • Ekki snerta á þér and­litið eft­ir að hafa skorið lauk.
  • Settu lauk­inn í frysti áður en þú skerð hann niður.

Gott ráð til að minnka lauk­bragðið

  • Til að minnka sterka lauk­bragðið en nota samt sem áður lauk í mat­ar­gerð. Þá skaltu setja lauk­inn í vatnsbað í 15 mín­út­ur og lauk­ur­inn verður ekki eins „sterk­ur“.
Þessi kona hefur ekki prófað eitthvað af trixunum við að …
Þessi kona hef­ur ekki prófað eitt­hvað af trix­un­um við að skera lauk án þess að gráta. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert