Bollakökur fyrir sælkerasálir

Omnom! Þessar bollakökur eru algjör bragðbomba.
Omnom! Þessar bollakökur eru algjör bragðbomba. mbl.is/Colourbox

Þessar bollakökur eru algjört æði fyrir þá sem kunna að meta góðan bakstur. Hér er uppskrift að bollakökum með kaffi-karamellukremi. 

Bollakökur fyrir sælkerasálir

  • 125 g mjúkt smjör
  • 150 g sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 egg
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 dl mjólk
  • 250 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft

Kaffi-karamellukrem

  • 2 matarlím
  • 1 dl sterkt kaffi
  • 100 g dulche de leche
  • 2,5 dl rjómi
  • 25 g mjúkt smjör

Skraut

  • 50 g saxað súkkulaði

Aðerð:

  1. Pískið smjör, sykur og vanillusykur saman. Pískið eitt egg saman við í einu. Hrærið sítrónusafa, mjólk, hveiti og lyftidufti út í.
  2. Setjið deigin í muffinsform og bakið við 175° í 25 mínútur, þar til gylltar og bakaðar í gegn.
  3. Látið matarlímið standa í köldu vatni í 10 mínútur, bræðið það síðan í heitu kaffi. Látið kólna í 10 mínútur.
  4. Hrærið kaffinu og dulche de leche saman. Pískið rjómann og blandið kaffiblöndunni því næst saman við rjómann ásamt mjúku smjörinu.
  5. Setjið kremið í skál og látið standa í ísskáp í 1-2 tíma. Smyrjið kreminu á kökurnar og skreytið með söxuðu súkkulaði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka