Handþvottur með nýju appi

Samsung hefur þróað nýtt app sem hjálpar til við handþvott.
Samsung hefur þróað nýtt app sem hjálpar til við handþvott. mbl.is/Colourbox

Við eigum að þvo okkur um hendurnar í það minnsta í 20 sekúndur til að ganga úr skugga um að allar bakteríur séu á bak og burt. Með nýju appi frá Samsung mun handþvotturinn aldrei fara úr böndunum.

Það ná ekki allir að halda út þennan 20 sekúndna tíma við að þvo sér um hendirnar og til þess að hjálpa okkur við verkið hefur Samsung hannað app fyrir öll Galaxy-smartúrin. Appið kallast „Hand Wash“ og minnir þig reglulega á að þvo þér um hendurnar og passar að hver þvottur standi yfir í 20 sekúndur.

Þú getur stillt appið þannig að það minni þig á handþvott sem hentar þínum þörfum og athöfnum. Og í hvert skipti sem þú þværð þér um hendurnar greinir appið tímann og sendir titring í úrið eftir 25 sekúndur  þar sem fyrstu fimm sekúndurnar eru reiknaðar til að kveikja á krananum og taka sápu. Appið minnir þig einnig á ef þú missir af fyrirhugaðri þvottaheimsókn við vaskinn. Hægt er að nálgast appið í Galaxy Store.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka