Drykkurinn sem stjörnurnar eru að tryllast yfir

Það var breski stjörnustílistinn Angie Smith sem deildi uppskriftinni á …
Það var breski stjörnustílistinn Angie Smith sem deildi uppskriftinni á Instagram. mbl.is/Instagram

Not­end­ur In­sta­gram eru að fara yfir um út af holl­ustu-smoot­hie sem bragðast eins og hvítt súkkulaði.

Það var breski stjörnustílist­inn Angie Smith sem deildi upp­skrift­inni á In­sta­gram og kall­ar drykk­inn „fraud shake“ – enda holl­ustu­drykk­ur frá A-Ö, en bragðast alls ekki þannig. Fleiri stór­stjörn­ur, á borð við Rochelle Humes, Frankie Bridge og Millie Mackintosh, eru einnig mikl­ir aðdá­end­ur drykkj­ar­ins.

Drykk­ur­inn sam­an­stend­ur af spínati, hnetu­smjöri, hun­angi, vatni, haframjólk og mangó. Sum­ir bæta jafn­vel prótein­dufti eða auka­höfr­um sam­an við. Þú get­ur auðveld­lega tekið allt til fyr­ir drykk­inn og geymt í frysti til að eiga við hönd­ina þegar þörf­in hell­ist yfir þig í svalandi og holl­an drykk.

Þeir sem hafa prófað drykk­inn segja hann smakk­ast eins og hvítt súkkulaði. Ein mamm­an á In­sta­gram sagðist hafa fengið dótt­ur sína til að drekka þenn­an holla drykk út af bragðinu einu sam­an.

Drykkurinn sem stjörnurnar eru að tryllast yfir

Vista Prenta

Smoot­hie sem bragðast eins og hvítt súkkulaði

  • 100 g spínat
  • 3 sneiðar af mangó
  • 1 msk hnetu­smjör
  • 1 tsk hun­ang
  • 200 ml haframjólk
  • 200 ml vatn

Aðferð:

  1. Setjið allt í bland­ara og blandið vel sam­an.
  2. Ath: Ef þú átt ekki til haframjólk get­urðu blandað sam­an vatni og 2 msk af höfr­um í staðinn.
mbl.is/​In­sta­gram
mbl.is/​In­sta­gram
Má bjóða þér hollustu smoothie sem bragðast eins og súkkulaði?
Má bjóða þér holl­ustu smoot­hie sem bragðast eins og súkkulaði? mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert