Mikkeller og Burger King í samstarfi

Nú geta gestir Burger King fengið sér nýja tegund af …
Nú geta gestir Burger King fengið sér nýja tegund af hamborgurum og skolað þeim niður með Mikkeller-bjór. mbl.is/Press

Hvern hefði grunað að við mynd­um sleppa því að fá okk­ur sj­eik með næsta ham­borg­ara hjá Burger King en panta öl í staðinn – ef­laust eng­an!

Bjór­fram­leiðand­inn Mikk­ell­er og Burger King eru ef­laust ekki sam­starf sem þú sást fyr­ir þér, en þannig er nú staðan – því þessi tvö fyr­ir­tæki hafa tekið hönd­um sam­an. Frá og með 24. júní get­ur þú keypt The King´s Cup-bjór, sem er fersk­ur bjór án alka­hóls. Með hon­um fylgja tveir nýir ham­borg­ar­ar eða Arg­ent­ini­an Grill sem sam­an­stend­ur af chimichurri, bei­koni og chedd­arosti. Síðan er það French Cheese sem geym­ir fransk­an Flor­ental-ost, sinn­eps­dress­ingu og kara­melluseraðan lauk.

Mikk­el Bjergsø eig­andi Mikk­ell­er seg­ir sam­starfið vera skemmti­legt og eigi að ná til stærri mark­hóps en ella. Al­menn­ing­ur geti deilt og upp­lifað sam­setn­ingu af mat sem þú yf­ir­leitt færð á bör­um eða á sæl­kera­veit­inga­hús­um.

Bjórdós­irn­ar eru skreytt­ar þekkt­um Mikk­ell­er-fíg­úr­um, þeim Henry og Sally, sem að sjálf­sögðu eru klædd­ar í ein­kenn­is­bún­ing Burger King. Ham­borg­ar­arn­ir og bjór­inn er nú fá­an­legt á veit­inga­stöðum Burger King í Svíþjóð og Dan­mörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert