Þrjár góðar ástæður til að velja hringlaga borð

Hringlaga borðstofuborð verða oft miðpunkturinn í rýminu.
Hringlaga borðstofuborð verða oft miðpunkturinn í rýminu. mbl.is/Kira Brandt

Hef­ur þig dreymt um að kaupa hring­laga eld­hús­borð? En hring­laga borð þykja virki­lega skemmti­leg þar sem þú nærð betri teng­ingu við þá sem sitja með þér til borðs. Eld­hús­borðið er oft­ast sá staður þar sem öll fjöl­skyld­an safn­ast sam­an ásamt gest­um. Flest okk­ar eig­um ílangt eld­hús-/​borðstofu­borð þar sem setið er hlið við hlið á meðan hring­laga borð býður upp á svo margt annað. Hér eru nokkr­ar góðar ástæður af hverju hring­laga borð ætti að verða fyr­ir val­inu.

Hring­laga borð set­ur svip á rýmið
Með mjúkri lög­un set­ur hring­laga borð sinn svip á rými þar sem yf­ir­leitt fer­köntuð form eru að finna. Þannig mun borðið skera sig úr og verða marg­nota skúlp­túr út af fyr­ir sig – sem sam­ein­ar þinn per­sónu­lega stíl í inn­rétt­ing­unni.

Meira pláss
Með hring­laga borði munt þú fá meira pláss en með fer­köntuðu borði. Þú kem­ur einnig fleiri gest­um sam­an við hring­laga borð því það má lengi vel „troða“ í hring.

Eng­inn skil­inn eft­ir út und­an
Við hring­laga borð er eng­inn sem sit­ur einn við end­ann og heyr­ir hvorki né sér hvað „hinn end­inn“ er að gera eða segja. Hér sitja all­ir sam­an í jafn mik­illi fjar­lægð og þú ert alltaf í miðju borðhaldi, óháð hvar þú sit­ur við borðið.

mbl.is/© ​Kristian Septimius Krogh
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert