Einföld og bragðgóð uppskrift að laxi með kryddjurtum og brakandi sumarsalati. Við biðjum ekki um meira á annasömum dögum.
Laxaréttur með kryddjurtum
- 500-600 g lax, skipt í fjóra bita
- 2 msk. sítrónusafi
- salt og pipar
- 3 msk. söxuð steinselja
- 2 msk. saxað dill
- 3 msk. raspur
- 25 g mjúkt smjör
Aspassalat
- 250 g grænn aspas
- ½ blómkál
- 10 radísur
- 1 vorlaukur
Dressing
- 3 msk. sítrónusafi
- 2 msk. olía, t.d. hnetuolía
- salt
Annað
Aðferð:
- Leggið laxinn í smurt eldfast mót. Kreistið sítrónusafa yfir og kryddið með salti og pipar.
- Blandið steinselju, dilli, raspi og smjöri saman og dreifið jafnt yfir fiskinn. Kryddið með salti og pipar. Setjið inn í ofn við 225° í 15 mínútur.
- Skerið eða brjótið endann af aspasinum og skerið hann síðan í 2-3 cm bita. Sjóðið í léttsöltu vatni í 2 mínútur. Hellið vatninu af og látið kólna í sigti.
- Skerið blómkálið í litla bita, saxið vorlaukinn og skerið radísurnar í skífur. Setjið grænmetið saman í skál.
- Pískið hráefnið í dressinguna saman og hellið henni saman við grænmetið – blandið vel saman.
- Berið laxinn fram með salati og jafnvel nýjum kartöflum.