Hver hefur ekki bakað bollur sem verða grjótharðar eða pískað hráefni saman sem verða að allt öðru en stefnt var að? Hér segjum við frá fimm algengum mistökum við bakstur.
Þeyta eggin of lengi
Kökuuppskriftin þín mun „floppa“ ef þú pískar eggin of lengi. Eggin mega ekki byrja að skilja sig. Hættu alltaf að þeyta þegar massinn verður léttur og loftkenndur.
Mistök með gerið
Þegar þú leysir ger upp í vatni skal vatnið vera um 35 gráður. Ef vatnið er of heitt deyr gerið og ef það er of kalt tekur það gerið of langan tíma að ná virkni. Þar fyrir utan máttu aldrei setja salt í gerið áður en þú setur hveitið saman við – því salt drepur gerið.
Hnoða of lítið
Ef þú hnoðar ekki deigið í nægilega langan tíma mun gerið ekki virka sem skyldi og brauðið verður hart. Allt of margir hnoða deigið of lítið sem þá myndar sprungur þegar þú byrjar að eiga við það. Ef deigið er hnoðað á réttan máta verður það mjúkt og strekkist vel á því ef þú tosar það í sundur.
Deigið látið hefast of mikið
Það er mikilvægt að fylgja uppskriftinni sem þú ert með þegar kemur að því hversu lengi deigið á að hefast. Ef þú fylgist ekki með tímanum mun deigið hefast of mikið og þá getur það fallið saman og brauðið verður hart, því gerið hættir að virka.
Þegar þú bakar úr grófu hveiti
Durum- og heilhveiti eru þungar hveititýpur sem gera brauðinu erfiðara að hefast. Það þýðir að þú endar með litlar og „þungar“ grófbollur. Þegar þú notar gróft hveiti skaltu muna að hefunartíminn er aðeins lengri en venja er, því þetta þunga hveiti er erfiðara fyrir gerið að vinna úr.