Rétturinn sem kemur bragðlaukunum á óvart

Dásamlegur spaghettí réttur sem mun trylla bragðlaukana.
Dásamlegur spaghettí réttur sem mun trylla bragðlaukana. mbl.is/Colourbox

Hér bjóðum við upp á of­ur­ein­falda út­gáfu af spaghettí sem inni­held­ur „hráa“ tóm­atsósu­blöndu. Eða ekk­ert óþarfa umstang á pönn­unni því sós­an er köld. Rétt­ur­inn er svo toppaður með ricotta sem set­ur punkt­inn yfir i-ið.

Rétturinn sem kemur bragðlaukunum á óvart

Vista Prenta

Spaghettírétt­ur sem tryll­ir bragðlauk­ana (fyr­ir 4)

  • 1 kg fersk­ir tóm­at­ar
  • 1 stórt chili
  • 1 rauðlauk­ur
  • 2 stór hvít­lauksrif, pressuð
  • Hand­fylli fersk basilika
  • Raspaður börk­ur af 1 sítr­ónu
  • ½ dl ólífu­olía
  • Bal­sa­mike­dik
  • Flögu­salt og pip­ar
  • 1 askja ricotta
  • 200 g spínat
  • 300 g spaghettí

Aðferð:

  1. Saxið tóm­at­ana, chili og rauðlauk. Blandið sam­an ásamt pressuðum hvít­lauk, basilik­um og röspuðum sítr­ónu­berki. Smakkið tóm­atsós­una til með ólífu­olíu, bal­sa­mike­dik, flögu­salti og pip­ar.
  2. Hrærið ricotta í skál með salti.
  3. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um og hellið síðan vatn­inu af.
  4. Blandið spínatinu sam­an við spaghettíið. Og blandið síðan tóm­atsós­unni sam­an við.
  5. Setjið spaghettí á fjóra diska og toppið með ricotta. Kryddið með salti og pip­ar og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert