Uppskrift úr eldhúsi drottningar

Elísabet Englandsdrotting elskar nýbakaðar skonsur og við erum með uppskriftina.
Elísabet Englandsdrotting elskar nýbakaðar skonsur og við erum með uppskriftina. mbl.is/popsugar.co.uk

Á hverju ári heldur breska konungsfjölskyldan teboð þar sem uppáhaldsbakkelsi drottningarinnar er meðal annars á boðstólum. Í þessu ákveðna teboði eru drukknir 27 þúsund tebollar og 20 þúsund samlokur og rétt um 20 þúsund kökusneiðar eru borðaðar.

Bakari fjölskyldunnar deildi nýverið uppskrift á samfélagsmiðlunum sem reglulega er bökuð í höllinni. Hér ræðir um skonsur sem bera má fram með kaffinu eða jafnvel sem morgunmat ef út í það er farið.

Breski aðallinn deilir uppskrift

  • 500 g hveiti
  • 28 g lyftiduft
  • 94 g smjör
  • 86 g sykur
  • 2 egg
  • 140 ml súrmjólk
  • 100 g kúrenur eða rúsínur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, smjöri og sykri í skál.
  3. Blandið saman eggjum og súrmjólk í annarri skál. Hellið svo blöndunni yfir í hina skálina og hrærið saman þar til deigið er mjúkt. Bætið þá kúrenum/rúsínunum saman við.
  4. Hellið deiginu á borðið og fletjið aðeins út. Breiðið hreinan klút yfir og látið standa í 30 mínútur.
  5. Rúllið deigið út þannig að það sé um 2,5 cm á þykktina og skerið niður í bita. Látið standa í aðrar 20 mínútur.
  6. Penslið skonsurnar með eggjum og bakið í ofni í 10-12 mínútur þar til gylltar á lit.
  7. Látið kólna áður en borið fram með rjómaosti og sultu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert