Bleik baðherbergi eru einfaldlega betri

Hér eru bleikar flísar að dansa saman með hvítum marmara …
Hér eru bleikar flísar að dansa saman með hvítum marmara og svörtum blöndunartækjum. Bravó! mbl.is/Pinterest

Ef þú ert einhvern tímann í vafa um hvað þú átt að gera við baðherbergið, þá er orðið sem þú leitar að – „bleikt“! Þeir sem eru í framkvæmdahugleiðingum eða vantar lít í lífið ættu að skoða þetta aðeins nánar.

Hér gætum við átt við mikilvægt húsráð fyrir heimilið, því baðherbergið er jú eitt af þeim rýmum sem við notum hvað mest og viljum hafa eins notalegt og mögulegt er. Sumum þykir eflaust algjört brjálæði að henda sér út í bleikan lit inni á baðherbergi, en eftir að hafa skoðað meðfylgjandi myndir gæti þetta verið næsta verkefni sem við setjum á listann.

Ef þú þorir ekki að kasta þér út í að …
Ef þú þorir ekki að kasta þér út í að hafa allt baðherbergið í bleikum lit, þá gæti verið smart að flísaleggja bara sturtuklefann. mbl.is/Pinterest
Hér eru flísarnar lagðar á fallegan máta og viðurinn í …
Hér eru flísarnar lagðar á fallegan máta og viðurinn í innréttingunni passar fullkomlega þarna inn. mbl.is/Pinterest
Það þarf ekki alltaf að flísaleggja allt í hólf og …
Það þarf ekki alltaf að flísaleggja allt í hólf og gólf. Hér eru veggir málaðir í fölbleikum lit og gylltur litur í blöndunartækjum og spegli tónar vel á móti. mbl.is/Pinterest
Litirnir svartur, grár og bleikur hefur aldrei skaðað neinn! Enda …
Litirnir svartur, grár og bleikur hefur aldrei skaðað neinn! Enda einstaklega smekkleg blanda. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka