Heimagert hunangsristað granóla

Heimagert granola er alveg svakalega gott og hollt.
Heimagert granola er alveg svakalega gott og hollt. mbl.is/Colourbox

Við bjóðum ykk­ur upp á heima­gert granóla af allra bestu gerð. Granóla er frá­bært út á skyr eða sem milli­mál eitt og sér.

Marg­ir rugla mús­líi og granóla sam­an og halda að um sama hlut­inn sé að ræða – en það er alls ekki þannig. Mús­lí er oft­ast „hrátt“ en granóla inni­held­ur sömu hrá­efn­in en er ristað í ofni og þá blandað sam­an við hun­ang eins og í þessu til­viki.

Heimagert hunangsristað granóla

Vista Prenta

Heima­gert hun­angsristað granola

  • ½ dl ses­am­fræ
  • 140 g hun­ang
  • 1½ dl möndl­ur
  • 1½ dl hesli­hnet­ur
  • 3 dl haframjöl
  • 2 dl sól­blóma­kjarn­ar
  • 1½ dl hör­fræ
  • ½ dl síróp

Aðferð:

  1. Blandið öll­um þur­refn­um sam­an.
  2. Hitið hun­angið í potti þar til létt­fljót­andi. Bætið sírópi og af­gang­in­um af þur­refn­un­um sam­an við. Hrærið vel sam­an þannig að öll þur­refn­in bland­ist vel sam­an við hun­angið.
  3. Dreifið blönd­unni á bök­un­ar­plötu og bakið við 150° í 20 mín­út­ur.
  4. Þegar granólað hef­ur kólnað verður það stökkt og full­komið til að nasla á.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert