Hér getur þú hannað þinn eigin kleinuhring

Nýr kleinuhringjastaður hefur opnað í London og þú ræður ferðinni.
Nýr kleinuhringjastaður hefur opnað í London og þú ræður ferðinni. mbl.is/Treats Club

Við sem höf­um ákveðnar skoðanir á því hvaða krem og kruml er á kleinu­hringj­un­um okk­ar, get­um ekki horft fram­hjá þess­ari snilld.

Í þess­um mánuði opn­ar kleinu­hringja­versl­un í London, og verða nokk­urs­kon­ar DYO (design-your-own) kleinu­hring­ir og mjólk­ur­hrist­ing­ar á boðstóln­um. Eig­andi staðar­ins, Lungi Mhlanga, sagði í sam­tali að staður­inn sé í eigu, og verði rek­inn af drif­mikl­um kon­um. En hún byrjaði með rekst­ur­inn á net­inu í nóv­em­ber 2018, og stækk­ar nú við sig með því að opna kleinu­hringja­versl­un þar sem þú get­ur sest niður og gleymt þér yfir gúm­melaði.

Staður­inn kall­ast Treats Club, og verður að finna í Hackney þar sem breytt úr­val af ný­bökuðum kleinu­hringj­um verða á boðstóln­um ásamt öðrum kræs­ing­um – allt bakað á staðnum.
Hug­mynd­in virk­ar sem sagt þannig að þú byrj­ar á því að velja þér grunn eða kleinu­hring, og því næst það krem og það skraut sem þú girn­ist. Sj­eik­ar af ýms­um gerðum verða einnig á mat­seðli og born­ir fram með léttu syk­ur­púðaskýi til að kitla bragðlauk­ana enn meira. 

Mark­miðið var að búa til kleinu­hringjastað sem fólk myndi aldrei gleyma – og ef marka má um­mæli staðar­ins, þá hef­ur það svo sann­ar­lega heppn­ast.

Þú velur grunn, gljáa og skraut á kleinuhringinn þinn.
Þú vel­ur grunn, gljáa og skraut á kleinu­hring­inn þinn. mbl.is/​Treats Club
Þessir kökupinnar eru einnig fáanlegir hjá Treats Club. Namm!
Þess­ir kökup­inn­ar eru einnig fá­an­leg­ir hjá Treats Club. Namm! mbl.is/​Treats Club
Kleinuhringur í boxi með sósu og skrauti - já takk!
Kleinu­hring­ur í boxi með sósu og skrauti - já takk! mbl.is/​Treats Club
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert