Krefur kaffibarþjón um 7,5 milljónir króna

Ljósmynd/Facebook

Það er ekki tekið út með sældinni að starfa í veitingageiranum á tímum kórónaveirunnar. En til áfloga og neteineltis hefur komið upp á stað eins og Starbucks.

Amber Lynn Gilles hefur stofnað síðu á GoFundME, til að safna pening fyrir lögfræðikostnaði sem hún stendur frammi fyrir eftir að hafa neitað að bera andlitsgrímu inn á Starbucks og deilt myndum á netinu af afgreiðslumanninum sem bað hana um það. Afgreiðslumaðurinn sem bað hana að setja upp grímuna heitir Lenin Gutirrez ef hún vildi fá afgreiðslu, sem hún neitaði að gera.

Amber var sökuð um einelti á netinu eftir að hafa deilt myndum af Gutirrez þar sem hún nafngreinir hann og segist koma næst í lögreglufylgd með læknisvottorð í stað þess að bera andlitsgrímu til að fá afgreiðslu. Þessi tilraun hennar til eineltis kom heldur betur í bakið á henni þar sem almenningur var upp til hópa sammála Lenin. Svo fór að einhverjir hófu sambærilega söfnun fyrir Gutirrez sem gekk svona glimrandi vel að yfir 100 þúsund dollarar söfnuðust - eða sem svarar 14 milljónum íslenskra króna.

Nú hefur Gilles krafist þess að fá helming þeirrar upphæðar.

Heldur Gilles því fram að hún hafi verið niðurlægð með söfnuninni fyrir Gutirrez og hér sé um eitt risastórt samsæri frjálslyndra öfgahópa á Facebook gegn sér. Hún hafi fengið morðhótanir og annan ósóma sendan heim til sín fyrir það eitt að hafa staðið með sjálfri sér. Lenin hafi leyft henni að taka myndina af sér sem nú hefur haft þessar afleiðingar og það geti hún ekki unað sátt við og krefst þess að fá helming fjársins sem safnast hefur.

Söfnun Gilles sjálfrar hefur ekki gengið sem skildi og eingöngu hafa safnast 325 dollarar. 

Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka